Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 39
ENGLAND.
41
skyn, hvert traust hún bæri til Tórýstjórnarinnar. f>ar sem hún
vjek ummælunum að Irlandi í þingsetningarræðunni, tók hún
hart á öllu flokkafarinu, eða á «æsingum gegn einingarsam-
bandi landsins við England», og kvazt aldri mundi gjalda
samkvæði til breytinga á einingarsáttmálanum (2. júlí 1800),
en ein af höfuðgreinum hans gerði samsteypu úr þingum beggja
landa. Hún ljet menn og vita, að heimildar mundi beizt af
þinginu til ráðstafana gegn illum tilræðum leyndarfjelaganna,
sem aptur hafði nokkuð á bært hinn siðasta part ársins. I
umræðunum um andsvör þingsins gegn ræðunni var mest talað
um írska málið, því hvorir um sig (höfuðflokkanna) vildu vita,
hvað hinir höfðu i hyggju eða ráði. Öll svör og greinargerð
á víðáttu. þeir Salisbury hjeldu sjer við orð drottningar um
helgi og festu einingarsambandsins, og Gladstone kvað sjer
fjarri að rjúfa «600 ára samband» landanna. Eptir því hjó
Randolph Churchill, og sagði að hjer væri um það samband
að ræða, sem helgazt hefði við sáttmálann 2. júlí 1800. f>ar
kom, að einn af framhaldsmönnum bar upp aðfinningargrein,
sem skyldi skotið inn i andsvaraávarpið, en að því fundið, að
ræðan hefði ekki boðað neitt um að styðja þá menn til ábúð-
areigna, sem landið yrkja. þetta þótti nokkuð utan við írska
málið, en sagt, að Gladstone vildi ekki, að þeir Salisbury
skyldu beinlínis á því falla. Greinin fjekk atkvæðafylgi til
sigurs og hjer stóðu Parnells menn í fylkingu Vigga. þetta
dró til siðustu ráðherraskipta, og til þeirra þótti oss rjett sög-
una að rekja. Vjer skulum að eins hnýta þvi hjer við, að
Gladstone er einráðinn í að koma lyktum á hið langa þrauta-
mál á Irlandi, og á þessu þingi ætlar hann að bera lög upp
um sjálfsforræðisstjórn og þing í Dýflinni, m. fl. Auðvitað er
að mótstöðuflokkurinn lætur hjer ekki deigan á síga, og að
hjer verður við ramman reip að draga, já að margir kunna að
dragast undan merkjum og í fylkingu Tórýmanna, eða að
málið kann að valda nýrri fiokkaskipun hjá Englendingum, En
fjölgi fiokkunum, þá bendir þó flest til í þegnlegu fari Eng-
lendinga á seinni árum — t. d. utfærsla kosningarjettar, upp-
gangur framsóknarmanna, og fl. — að sá flokkur muni ekki