Skírnir - 01.01.1886, Page 103
RÚSSLAND.
105
ætti hjá [ieim mestu að ráða. Miður skyldu Bolgarar Rúss-
landi fóstrið ekki launa. Hænan skyldi hjer ekki hrafnsungum
út kiekja, og hinum helzt ekki, sem sunds vildu freista og
yfirgefa hana á tjarnarbarminum. Hjer hafa þó vonirnar viljað
uokkuð bregðast, því það semRússar með ósjerplægniþóttust vinna,
kölluðu aðrir að eins gert til að færa út ráðasvæði Rússlands,
og koma krókstjaka þess nær Miklagarði enn fyr, eða með
öðrum orðum flýta fyrir afdrifum Tyrkja í Evrópu. Hjer
mundu ymsir andæfa á móti, en engir meir enn Englendingar
og Austurrikismenn. Englendingar þjóna og hjúkra «sjúklingn-
um» í Miklagarði — og hjer er svo sem ekki til launanna
ætlazt(!) —, en Austurriki vill hæna að sjer ungana fleygu á
Balkanskaga, og vera þeim grönnum sinum haukur i horni.
Hjer er allt gert í hægð og stillingu, og austlægu stórveldun-
um mundi annað sizt sæma eptir öll vináttumót keisaranna
og þau friðarfyrirheit, sem frá þeim hafa verið boðuð. «Skírnir»
hefir opt leitazt við að sýna, hverir meinþræðir jafnan verða
fyrir í austræna málinu. Stórveldin kalla þá hvcrt til annars,
að úr öllu skuli með góðvild greiða, og svo hefir verið gert fyrir
skömmu, eða hinn síðara hluta ársins sem leið, og það hefir
til þessa dugað. En þar kann að koma, að Rússar kalli sjer
þá hnúta þar riðna, sem þeir verði sverðum á að bregða, en
segi síðan sem fyr: «Oss var hjer einn kostur nauðugur!» —
Hvernig þeir koma við atburðina síðustu í Balkanslöndum
verður greint í frjettaþættinum af viðburðunum þar eystra, eða
ófriði Bolgara og Serba og hans undanfara.
það var að eins vottur um bræðrabýti og samkomulag
með þeim frændum Vilhjálmi keisara og Alexander Rússakeis-
ara, er þeim í fyrra samdist um, að selja út þá strokumenn
frá Prússaveldi eða Rússlandi, sem sakir bæru á baki, og þá eink-
um þær, sem með landráða sökum mætti telja. I þýzkum blöð-
um var að þeim einkamálum mart fundið, og vjer höfum ekki
sjeð neinar samþykktir af rikisþingsins hálfu. þrátt fyrir bróð-
erni höfðingjanna, heldur líka skærunum áfram i blöðum hvorra
um sig, Rússa og þjóðverja, og í þeim mart til átalna fundið.
Rússum gramdist, sem von var, þegar svo mörgum rússnesk-