Skírnir - 01.01.1886, Síða 137
NOREGUR.
139
mundu visa sínum launum aptur, ef það næði ekki næst fram
að ganga. — Af þingi gengið 18. júni.
þingkosningarnar nýju fóru fram í sumar leið, og voru
ekki búnar fyr enn i október. Vinstrimenn urðu einum fleiri
enn á undan eða 83 og hinir 31 (áður 32).
Skóla- eða skólakennarafundur var haidinn i Kristjaníu i
fyrra hluta ágústmánaðar, sóttur frá öllum norðurlöndum. Af
honum ekkert nýnæmislegt að segja. I lærðum skólum vildi
rektor (norskur), sem Feilberg heitir, halda uppi latínunámi og
grísku, og kvað þá skóla verða ráðbana sjálfra sín, ef þeir vis-
uðu því á burt. Að því góður rómur gerður, en ymsir
mæltu mót.
Dahl hjet sá málaflutningsmaður, sem fór með ákæruna í
gegn þeim Selmer. þeim manni vildi Sverdrúp veita i fyrra
eitt hjeraðsdómaraembættið, en konungur neitaði þar til er
Sv. hótaði að fara frá stjórninni. það dugði.
1884 voru innfluttar vörur (í Noreg) 1327 mill. kilógr. að
vikt, en útfluttar 2102 millíónir. Verð hinna innfluttu 158,4
mill. kr., hinna útfluttu 112,2, en af þeim áður inn flutt fyrir
2 milliónir kr.
I stormi 6. júní týndust nyrðra (í þrándheimi eða þrænda-
lögum) 10 fiskibátar, og þar á yfir 30 manna.
Af látnum mönnum skal nefna hinn þjóðfræga rithöfund
Norðmanna P. Chr. Asbjörnsen (f. 15. jan. 1812), sem dó
6. janúar (uml. ár). Hann stundaði náttúruvísindi (dýrafræði
og plantna) og þroskaðist í þeim fræðum í landsvistum, þar
sem hann var heimiliskennari, eða á ferðum — sumpart á
kostnað stjórnarinnar —, en hann lagði sig jafnframt eptir því
sem fóigið fannst hjá fólkinu um allar byggðir, þjóðsögum þess
og æfintýrum. þeir Jörgen Moe urðu snemma samrýmdir, og
beindust að um söfn og prentun þjóðsagna; sjá «Skírni» 1883.
Snilldarfráganginum á sagnasöfnum Asbjönsens mun ávallt á
lopt haldið, og hin lifandi eptirmynd þess, sem hann þreif af
vörum alþýðunnar norsku, mun lengi stök sjer íritaröð standa.