Skírnir - 01.01.1886, Page 139
SVÍARIKI.
141
I byrjun septemberm. fundust i Stokkhólmi eitthvað um
2000 manna úr skotmannafjelögum norðurlanda (af þeim Sviar
1500), og reyndu með sjer skotfimina Sagt, að Norðmenu yrðu
ídrjúgastir allra.
I fyrra sumar voru í Gautaborg sýndar rafurmagns- og
rafsegulmagnsvjelar, til lýsingar, hljóðburðar og svo ótal margs
ahnars, og þeirra margbreytni. Hljómberar hafa lengi kenndir
verið, en þeim fer drjúgum fram, og hjer var sá sýndur, sem færði
hljóðfæraslag all-langan veg frá nær þvi þaklausum palli*)
til sýningarskálans, svo skýrt, sem væri hann þar inni sleginn.
1B. maí var í fyrra vigður minnisvarði Linnés í Stolck-
hólmi, hins nafntogaða náttúrufræðings. þar var konungur við
rstaddur og annað tignarfólk, vísindamenn og stórmer.ni, auk
stúdenta frá háskólunum (frá Uppsölum 800) og annars grúa.
Söngkonan fræga Kristin Nilsson vitjar stundum átthag-
anna og lætur þá landa sina og aðra á Norðurlöndum «njóta
menntar» sinnar. Hún var í Stokkhólmi í fyrra haust, en eitt
kveidið, þegar hún var kominn til sala sinna í gestahöllinni
frá leikhúsinu, hafði mesti sægur rnanna þyrpzt að fyrir utan,
sem höfðu runnið á eptir vagni bennar, til að vera sem næst
og njóta sem bezt raddayinnar, ef hún kæmi fram á svalirnar
að syngja fyrir fólkinu, sem hún átti vanda til. Nú vildi svo
til, sem opt kann að henda, að þeir vilja fleygast inn í þröng,
sem síðar koma, og allt tók að riðlast, og ' í þeim umbrotum
tróðust 19 menn undir til bana, en 30 lemstruðust. Kristín
er mesta valkvendi, og hana tók mjög sárt til allra sem hjer
Ibiðu harma, enda lagði hún mikið fje þeim börnum til að-
Ætoðar og uppeldis, sem munaðarlaus urðu.
*) Á Lorenzberg, -Tafala* Gautaborgarmanna.