Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 48
50
ENGLAND.
að hann kom máli sínu fram og fór aptur heim sigri hrósandi.
Hann kom snemma til Lundúna, og hjer fjekk hann miklar
virðingar af Viktoríu drottningu (riddara og «barónets»-nafn),
og að auki gerði hún hann að «sherifF», einskonar fógeta — í
Lundúnum og Middelsex. Útför hans fór fram með veglegasta
móti, og á kistuna var mold stráð frá Landinu helga. Eptir-
mælin í blöðunum kölluðu Montefiore einn hinn mesta og
göfuglyndasta mann vorrar aldar. — Vjer eigum síðast að
geta einsaf hermarskálkum Englendinga, Strathnairns lávarðar,
sem dó í miðjum október, og hafði þá þrjá um áttrætt. Lá-
varðarnafnið fjekk hann fyrir forustu og framgöngu i uppreisn-
inni miklu á Indlandi, og var lengi siðan fyrir öllum her Eng-
lendinga þar eystra. Aður hjet hann Hugh Rose, og nafn hans
varð bæði frægt á Serklandi 1840—41 og síðar á Krimey.
Auk hans voru 4 marskálkar í her Englendinga, prinsarnir af
Cambridge og Wales, Napier lávarður (af Magdala) og sá
hershöfðingingi, sem P. Grant heitir.
Frakkland.
Efniságrip: Frakkar á Indlandi hinu eystra, m. fl. — Málalok á
Madagaskar. — Horfið til pýzkalands. — Gráglettur með Englendingum
og Frökkum á Egiptalandi — Astand innanríkis. — pingkosningar. —
Forsetakosning. — Einveldisliðar. —Af frekjuflokkum og róstum. — pjóð-
hátíðin. — Af skærum með klerkum og þjóðveldinu. — Minnisvarði
Chancys i Le Mans. — Um litla fólksfjölgun. — Loptfarið nýja. — Slys.
— Mannalát.
Vjer hættum þar við þrautasögu Frakka á Indlandi hinu
eystra og söguna af viðskiptunum við Sínlendinga, er forspjöll
til friðar voru samin og vopnaktiðnum var í þögn slegið.
Friðargerðin samþykkt af Sínlendingum 9. júní (í Tientsín
aptur), og eptir henni átti Anam að njóta skjólstæðis undir