Skírnir - 01.01.1886, Page 94
96
X>ÝZKALAND.
rikis. Af þessu hefir leitt bezta viðgang pólskrar tungu, þjóð-
ernis og bókmennta, og öllu þvi til eflingar eru hinir pólsku
háskólar i Krakau og Lemberg.
Um Brúnsvík er það í skömmu máli að segja, að hertog-
anum af Kumberlandi var bægt þar frá riki, án þess að erfða-
rjetti væri neitað, en að hinu farið, að hann mætti ekki setj-
ast að völdum í neinu þýzku riki, meðan hann hjeldi á erfða-
kröfum til Hannóvers, eða með öðrum orðum: sýndi sig al—
rikinu og þess nýju skipun óvinveittan. Til landsstjórnar í
Brúnsvík er settur Albrecht prins, bróðurson Vilhjálms keisara.
Til Brúnsvikur kom hann og hjelt innreið sína 2. nóvetnber.
— Ernst bertogi verður því að una við auðserfðina eina að svo
komnu, en hver hún hefir verið má af því ráða, að arfsafgjaldið
nam 500,000 marka. það hefir hertoginn að vísu ekki viljað
greiða, og kallað sjer óskylt, þar sem hann ætti að ríkiserfð-
um að ganga. Stjórnin í Brúnsvík fann siðar 280,000 marka.
á afviknum stað í höll Vilhjálms hertoga, og þeim peningum,
hefir hún svo haldið.
Af Loðvíki Bæverjakonungi hafa jafnan margar kringilegar
sögur farið, af sjerlyndi hans og heilaköstum, og margur
mundi fyrir minna hálfviti kallaður. En nú þykir þó tólfunum
kasta. Við stjórnarmálin vill hann sem minnst eða ekkert
eiga, og rýkur þá opt út í buskann eða læsir sig inni, þegar
vandamál skulu undir hann borin. Hann er i hljóðfæralist og
söngleikum vakinn og sofinn, og lætur jafnast fyrir sjer alein-
um leika og syngja. Hann lætur liverja höllina reisa á fætur
annari, sumar á háfellum, sumar á eyjum þar sem vötn eru
sem mestri fegurð um horfin. Ein höllin er nú í smíðum, eða.
eigi fullgerð innan, og hún er á fagurri eyju í vatni, sem
Chiem heitir (i Suðurbæern). Hún er gerð í líking konungs-
hallarinnar í Versölum, og eptir henni að innan skreytt. A
fyrsta loptinu eru salir með fádæma söfnum allskonar lista-
verka, likneskjumynda og uppdrátta. Búnaðurinn af öllu hinu
dýrasta, marmara, gulli, silki, flugeli, og svo frv., og í hátíðar-
sölunum hanga 30 gullroðnir kertahjálmar með 3000 kerta.
Yfir sæng konungs veggjatjald með ísaumi, sem hundruð