Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 19
ENGLAND.
21
Vjer tökum þar til sögunnar á Egiptalandi og Súdan, sem
i fyrra var frá horfið, að Englendingar gerðu hlje á sókninni
á hendur Súdansmönnum eða sveitum mahdísins suðurfrá, um
Ieið og þeir ljetu í veðri vaka, að með haustinu skyldi tekið
til óspilltra málanna, þ>ví verður ekki heldur mótmælt, að þeir
Gladstone og Granville áttu hjer sæmdahlut sinn að rjetta
eptir fall Gordons, hrakfarir sumra foringjanna (t. d, Hicks og
Bakers) og allt árangursleysið af svo miklum tilkostnaði til at-
faranna frá öndverðu. þ>að er hægt að skilja, hvert erindið
var í upphafi, og um það kom öllum saman, hvort sem þeir
stóðu i Viggaflokki eða Tórýmanna. Englendingar vildu kom-
ast i ráðaöndvegi og bola svo öðrum frá ráðum, sem vinnast
mætti, á þvi landi, þar sem leiðarsundið liggur til hinna miklu
landeigna Englands í Asíu og Astralíu. Hvort sem Gladstone
eða Salisbury er fyrir stjórn þeirra, er þeim ekki annað meir
i mun, enn koma svo fyrir ráðum sínum, að þeir eigi vald á
að loka sundinu fyrir herskipum, ef svo bæri undir. Hitt
mátti kalla aukaerindi, að heimta skil af Egiptum í skulda og
leigugjaldi, 1 undanfarandi árgöngum þessa rits hefir verið
sýnt fram á, hvernig málin vönduðust Englendingum á hendur
á Egiptalandi, og i fyrra sjerílagi greint frá vöflum og vífilengj-
um stjórnarinnar. J>að er bágt að sjá annað, enn að þeim
Gladstone hafi snemma óað, hvað í súginn gekk í viðureign-
inni við Súdansbúa, og þeir hafi farið að hugsa um, hvernig
þeir gætu undið vandann af sjer og gefið svo upp sóknina
þar syðra, að þeir mættu ámælum verjast. Eptir apturhald
eða undanhald herdeildanna, sem áttu að sækja Khartum, var
Iítið um stórtíðindi á þeim slóðum, en mahdíinn ljet drjúglega
yfir því, hvernig hann hefði visað «hinum vantrúuðu» aptur, og
hjet að fylgja svo síðar á eptir, að þeir yrðu eltir i sjó. Með
liði Grahams hershöfðingja og sveitum Osmans Digma urðu enn
nokkur viðskipti fyrir vestan Suakin, þar til hann sneri sókn-
inni að öðrum borgum, þar sem setulið Egiptajarls var fyrir.
Englendingar voru farnir að leggja járnbraut frá Suakin til
Berber, en þegar við hana var hætt, mátti gruna hvað hjer var
i efni, eða að sóknin vestur væri upp gefin. Gladstone lýsti