Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 64
66
FRAKKLAND.
söfnuði sóknarinnar, þar sem Filibert ábóta voru öll prests-
verk bönnuð, og þeim var banni hótað, sem leituðu hans í
trúar eða sáluhjalpar efnum. Einmana hlaut hann þó ekki að
standa, því hreppstjórnin í Bragayrac tók að sjer málstað
hans og skrifaði biskupi heldur ónotalegt brjef, og í þvi ekki
fáar rustasneiðir. I því stóð meðal annars: «þ)jer ætlið að
synja oss olíu handa deyjandi mönnum. f>að skal til lítils
koma. þjer hafið selt oss vígða olíu fyrir 5 franka á ári, og
það er bæði á móti páfaboðum og fyrirmælum kirkjufundanna.
En við erum ekki ráðalausir. Vjer getum fengið svo mikið
af olíu sem vjer viljum hjá djáknunum yðar í Toulouse fyrir
hálfan franka. En nú skuluð þjer vita að vjer setum yður í
bann, og vjer fyrirbjóðum yður inngöngu í vora kirkju, enda
er hún að nokkru leyti reist fyrir vora peninga.» þeir segjast
ætla að halda trúnað við prestinn sinn umkomulausa, og hann
hafi lika lagt lif sitt í hættu fyrir landið og kirkjuna. þeir segja
að niðurlagi, að þeim farist að vísu ekki kurteislegar orðin
enn af bændum sje von, en biskupinn hafi ekki heldur vandað
þeim kveðjurnar. Abótinn hefir lika boðið biskupi byrginn,
skrifað til safnaðanna í stiptinu, og lýst afsetninguna ólöglega,
og boðið þeim lið sitt og leiðbeiningu, sem verða fyrir órjetti
afkirkjunnar hálfufog hennar yfirhirða. Niðurlag brjefsins bæði
mergjað og málfundalegt: «Lifi Guð, lifi kirkjan! Lifi frelsið
og lýðveldið!» i
í ágústmánuði var afhjúpaður í Le Mans minnisvarði
Chanzy hershöfðingja, en þar og í grenndinni hafði hann veitt
ofurefiisher þjóðverja það harðfengilega viðnám, sem getið er
í árgöngum «Skírnis» 1871, 110—111. bls. og 1884, 74. bls.
Hjer var hermálaráðherrann, Campenon, viðstaddur, ráðherra
innanríkismálanna, Allain Targé og aðmírállinn Jaurégúibberry,
sem hafði stýrt herdeild i her Chanzys. Campenon hjelt vígslu-
ræðuna, og voru hjer öll orð með stillingu og varúð valin, því
Frakkar vita, að grannar þeirra fyrir austan eru viðkvæmir og
höggva jafnan eptir hverju orði, þegar svo ber undir. Aðmír-
állinn varð nokkuð andheitari í sinni ræðu, og talaði um hvað
Frakkar ættu til eptirdæmis og fyrirmyndar í annari eins hctju