Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 59
FRAKKLAND.
61
flestra, sem til fundarins skunduðu. Hjer höfðu þyrpzt saman
margar þúsundir manna, en úr «athöfnunum» varð minna enn
margir hafa búizt við. Nóg um köll og atyrði meðan stund-
arinnar var beðið, og svo óhljóð og riðl, þegar vagnar komu
og ekið skyldi ígegnum mannþröngina, eða löggæzlumennirnir
vildu þoka þeim undan er fyrir stóðu. Löggæzlustjórnin hafði
haft allan þann fyrirvara sem þurfti, og garður leikhússins var
fullur af hermönnum, áður fólkið fór að streyma til torgsins.
jþeir þustu allt í einu fram á torgið, og þar var þá hvorki
deigum nje ódeigum vært, en áður hafði heppnazt að hafa
hendur á flestum forsprakkanna, þar sem þeir sátu saman —
að því oss minnir — á vínstofu, og voru að ýra á sig og
örfa móðinn til «athafnanna». I riðlum sótti lýðurinn af torg-
inu með ópum og óhljóðum til ymsra stræta, og í einu þeirra
brutust nokkur hundruð manna inn i vopnabúð og náðu þar
bissum og marghleypingum eða öðrum vopnum og vigvölum,
-en viðnámið varð allt í handaskolum, og fyrirliðinn höndlaður
og með honum margir fleiri. Vjer höfum ;lýst hjer atburði
nánara enn þörf kann að þykja, af því hann er sýnishorn þess,
sem jafnan þarf varhuga við að gjalda í París, ef eigi á til
verri tíðinda að draga. Vjer hnýtum enn litlu við úr frásögu
hins danska manns. Hann stóð þar nokkurn tíma, sem því
blaði var út býtt, sem heitir «La République democratique et
sociale», og fór að lesa það sem fleiri. þar stóð saga af því
hvernig Jules Ferry hefði komizt i ráðherravöld. Hann var fyrst
frammistöðuþjónn í kaffihúsi, en einu sinni bar svo við, að Grévy
kom þangað. «Staup af einhverju römmu!»sagði Grévy. Ferry
bar honum sætan drykk. — «Aumingja fábjáni!» sagði Grévy
með blíðu bragði. — «það hafa allir sagt», svaraði Ferry. —
«það hafa menn sagt um mig líka, áður enn jeg varð forseti»
sagði Grevy, og strauk á sjer kollinn. «En hvað vildi jeg segja?
Hvernig mundi yður geðjast að ráðherraembætti?» — «Allt
undir kostunúm komið .... Á jeg að borga það sem
brotnar ?» — «Einfaldur, kæri! Vitið þjer ekki, að það er fólkið,
sem borgar allt þessháttar. En segið mjer eitt, kunnið þjer
að lesa?» — «Nei!» — «það er ágætt! Nú vil jeg trúa