Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 107
RÚSSLAND.
109
veiðasvæðið. Hann hafði líka þann hund með sjer, sem hann
lætur um nætur liggja fyrir framan rúmið sitt.
Tignarfólkið er mart A Rússlandi — og dýrt á fóðrunum,
en fjárhagur hins mikla rikis með engum blóma. þessvegna
gerði keisarinn i fyrra nýja skipan eða reglugjörð um hirðfje
og viðurværisgjald ættingja sinna, og dró hún nokkuð úr þvi
stórgjaldi, sem hjer hafði til gengið að undanförnu. þó vel
enn í lagt. Synir keisarans skulu fa á ári 100,000 rúflna
meðan þeir eru innan lögaldurs, en þegar honum er náo
500,000. Konur þeirra 60,000, synir á undan lögaldri 50,000,
og eptir hann 500.000. Dætur keisarans og dætradætur fá
heiman millión rúflna; þeirra dætur og dætradætur 300,000.
Drottning keisarans hefir i skotsilfur 600,000 rúflna, og heldur
þvi fje, ef hún verður ekkja auk peninga til viðurværis og hirð-
kostnaðar. Hjer er enn mikið upp að teija, sem þeirn skyld-
mennum er áskilið, er i útarfaröð eru.
í Kiev (fylkinu) fundust i fyrra í landeign eins greifans
greptrunarstaðir og haugar frá fyrndinni, og i þeim fornleifar
frá öllum fyrndaröldunum, steinöld, eiröld og járnöld. Tala
höfð á 6000 hlutum. Meðal steinaldarmenja tinnuhnífur vel
slípaður, 7 þuml. á lengd og 5 á breidd. Frá eiröldinni fjöldi
krukkna (fyrir líköskuna) með kroti og flúri, auk fl. Frá járn-
öld hnífar beinskeptir, armbönd, eyrnahringir, málmspeglar,
og fl. Meðal dýrgripa kalsedonflaga og skorinn á hestur, og
glerkringla með kvenmannsmynd.
Mannalát. 11. janúar dó í Moskófu Alexei Uvaroff,
greifi. Hann var nafnfrægur fornfræðingur og forseti hins rússn-
eska fornmenjaíjelags. Hann stóð fyrir eptirgröptum fornleifa
A Suðurrússlandi, og fann af þeim kynsturin öll, sem hann hefir
lýst i miklu riti («Becherclies sur les antiquités de la Bussie méri-
dionale»), sem kom á prent 1855. Síðan ritaði hann «Um stein-
öldina á Rússlandi». Hann var meðal fornfræðinga á fundin-
um í Kaupmannahöfn 1869. — Geta má og um sagnaritarann
Nikolai Kostomaroff, sem dó i Pjetursborg 19. apríl, 68
ára gamall. Ritum hans talið til afbrigðiskosta snildarlegt