Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 4
6
ALMENN TÍÐINDI.
yfir engu er tiðara kvartað enn vanhögum alþýðunnar og ókjör-
um. f>að er og eitt af ádeiluefnum sósialista og byltinga-
manna, hvernig fólkinu sje misboðið í álögum og kostnaði til
svo bölvsenna fyrirtækja, sem striðin sje og leiðangrar til fjar-
lægra landa. þeir segja hreint og beint, að næsta styrjöld
i vorri álfu hljóti að hafa þá bylting í för með sjer, er svipti
þá menn (höfðingjana) ráðum og völdum, sem hafi leitt þjóð-
irnar á vigvöll saman, í stað hins að laða þær hverja að ann-
ari til eflingar sameiginlegri farsæld og velfarnan. Svo getur
farið, en afsetning konunga, eða afnám konungsstjórnar er
ekki einhlit til að gyrða fyrir ófrið og styrjöld. Menn þurfa
ekki annað enn líta til fríveidanna í Ameríku. Nei, það eru
skoðunarhættir þjóðanna, sem verða að breytast, ef aldarfarinu
á að skila fram í átt friðar og rjettvísi, ef viðskipti manna og
þjóða eiga að verða miður háð hinu fornlcveðna: «hefur eik
þat af annari skefr». Höfðingjar ríkjanna hafa jafnan átt hægt
með að rjettlæta sig, þegar strið voru sögð öðrum á hendur,
og jafnvel þá, er til landa var barizt. Að berjast til landa var
að berjast fyrir sæmdum þjóðarinnar, hagsmunum, uppgangi
og veldi. f>að er ekki langt síðan, að lönd voru tekin að
sigurlaunum (Elsass og Lothringen), en það virðist sem
slikt mundi mælast ver fyrir i vorri álfu nú enn fyr. Evrópu-
menn láta sjer nú helzt sæma, að leggja lönd undir sig i öðr-
um álfum, í Asiu, Afríku og Eyjaálfunni, og er það svo rjett-
lætt, að um leið og einhver þjóð leitar sjer auðs, vegs og
veldis, t. d. Rússar í Miðasíu, Frakkar á Indlandi hinu eystra,
þá færi hún út endimörk almennrar þjóðmenningar, eða ryðji
henni nýjar brautir. En hjer er þá við hinu að sjá, að engir
skari eld frá öðrum, eða verði þeim tortryggilegir, sem að
hefir viljað reka i Miðasíu með Rússum og Englendingum, í
Eyjaálfunni með þjóðverjum og Spánverjum, í Afríku með
Frökkum og Itölum, þjóðverjum og Englendingum. En hitt
er auðvitað, að færi í bága með einhverjum út af landvinning-
um í öðrum álfum, eða drægi þar til ófriðar með þeim, þá er
og friði með þeim slitið í vorri álfu, og mundi sá árangur
skjótt rýrna eða hverfa, sem eptir var leitað. því fleiri sem