Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 58
60
FRAKKLAND.
ljósara, þegar menn gá að, að lið þeirra utanþings — að
minnsta kosti kosningaliðið — er flest í flokkum óstjórnar og
byltingamanna i höfuðborginni og öðrum borgum. Stjórnin
hefir að vísu liðskost til taks að stilla róstur og upphlaup bæði
í París og annarstaðar, en hinu verður ekki úgengt, að gera
borgalýðinn og verkmannafólkið afhuga byltingum og óstjórn.
|>að er sem sá lýður festist meir og meir í þeirri trú, að
óstjórn og byltingar, en annað ekki, sje «bótin allra meina»,
og þær einar geti bætt úr vanhögum lítilmagnans. Arið sem
leið varð að vísu ekki óeirðarsamara en sum á undan, en það
sem við bar, er nóg til dæmis um, hversu «andinn er reiðu-
búinn» hjá borgalýðnum franska þegar til slíks er eggjað. Hjer
skal á sumt minnast. Um háveturinn var í fyrra mikið um
atvinnubrest í París, sem annarstaðar í Evrópu, en óstjórnar-
menn vita, að þá er hægast að kveikja í verkmannalýðnum og
borgaskrilnum til ófriðar. Snemma í febrúar kvöddu þeir til
lýðfundar á einu stórtorginu í ávarpi, þar sem stóð, að stjórnin
stæli frá fólkinu, þingmenninir drægju það á talar, og auðuga
fólkið lifði í sællífi af afla þeirra, sem ættu ekki brauðbita tii
að stilla hungur sitt. «Gerum enda á óhæfunni, komið allir á
Leikhústorgið á mánudaginn (5. febrúar) um 5. stund e. m,,
og látið stórbokkana og sælkerana sjá ykkur í tötrunum ykkar,
ekki til þess, að þeir skuli komast við, en til að skjóta þeim
skelk i bringu! Nóg er af orðunum komið, en nú er fram-
kvæmdanna vant. Athafnir, athafnir!» Einn danskur maður,
sem var um þann tíma í Paris, forvitnaðist um hvað fram færi,
og stóð um stund þar á torginu sem hann heyrði á viðtal
tveggja manna. Annar sagði: «í raun og veru viljum við ekki
annað enn frið, reglu og rjettlæti.» — «En þið viljið ekki þola
neina yfirboðan». — «Nei það er satt, yfirvöldin! fari þau
norður og niður. Nei það er óstjórnin sem við viljum hafa, því
svo kemur það hamingjuástand af sjálfu sjer, sem allir þreyja.»
— «Já, þegar allir eru orðnir þær algerfisverur sem þeir ættu
að vera, en . . . .». — «Jseja, það getur verið. En látum það
þá hrynja og umturnast allt saman! J>að á þó eklu betra
skilið!» Af þessum orðum má þekkja hugleiðingar þeirra