Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 91
ÞÝZKALAND.
93
til stundar ætluð, en ekki aldagildis, þau höfðu að eins verið
höfð að vopni þar sem til friðar var barizt. Vjer verðum að
ætla næsta «Skírni» að greina betur frá, hvernig því friðar-
innsigli er háttað, sem hjer ræðir um. Sama er um þá þing-
sögu að segja, sem byrjaði 19. nóvember. Flokkastaðan á þingi
Prússa var hjerumbil hin sama eptir nýjar kosningar, en stjórninni
jókst við þær heldur fylgisaflinn. A alrikisþinginu skal þess getio,
að þeim laust þar enn snemma saman Bismarck og Windhorst,
og má þar um segja, að býsna skyldi til batnaðar, því eptir
viðskiptin kölluðu allir það sjálfsagt, að nú væri fjandskapur-
inn fullráðinn með kaþólska flokkinum og stjórninni. Vjer
nefnum líka stórlcostlegt fyrirtæki, sem hefir verið lengi í ráði,
og nú er borið upp á þinginu — síðan kemur það til Prússa-
þingsins —, en það er skurðargröptur til farsunds frá
Vesturhafi til Eystrasalts. Hann á að ganga frá Elfarmynni til
Kílarvíkur (við Holtenau), og verður á lengd 53 vikur sjáfar.
Auðvitað, hver ferðaflýtir hjer verður fenginn, og hjá þverjum
voða þeir kunna að sneiða, sem annars yrðu að halda upp
fyrir Jótlandsskaga. Um hitt þarf ekki að ræða, hversu f>jóð-
verjar efla með því leiðarsundi landvarnir sinar. Kostnaður-
inn er reiknaður til 156 mill. marka, og á alríkið af þvi fje
að leggja fram 106 mill., þegar Prússaveldi hefir skotið til á
undan 50 millíónum. Margir segja, að Danmörk, og þá eink-
um Kaupmannahöfn, dragi hjer til allmikils halla, og má svo
vera, ef Danir finna ekki neitt til mótvægis, en talið er, að um
Eyrarsund fari nú á ári 35,000 skipa, en þeim muni fækka um
18,000 þegar farsundið er búið
Vjer höfum minnzt á sósíalista á þýzkalandi, og að þá
deilir á um málin sem aðra flokka á vorum dögum. Agrein-
ingurinn kemur þar heizt í ljós, er sumir forsprakkanna hverfa
af forstöðvum, sem þeir hafa hlaupið á eptir eggingum hinna
eldri, og ráða verkmönnum til að sjást betur fyrir og firrast
ofsaráðin, það kemur líka apturkipp i marga, þegar þeir sjá.
að sumt er ófyrirsynju ráðið, t. d. verkaföll, sem enda með
ósigri og rniklu peningatjóni fyrir iðnaðar- og verknaðarfólkið,
þvi á hinna björgum verða þeir að lifa, sem i verkaföll ráðast.