Skírnir - 01.01.1886, Page 45
ENGLAND.
47
landvarnaskyldu, og það er allt málalið sem þeir hafa til taks.
t
I þvi 127,000 manna, en þriðji parttirinn á Indlandi. En á
hafinu standa þeim engir á sporði, og svo mun Iengst verða.
Til flota síns verja þeir íje á hverju ári, svo að hundruðum
millíóna skiptir.
f>ann 8. janúar komst elzti son prinsins af Wales, Albert
Victor, til lögaldurs (f. 1864). 1 höfuðborginni og öllum borg-
um mikið um dýrðir, en ótal nefnda og stórmennis færðu prins-
inum heillaóskir með stórgjöfum. Frá Gladstone íjekk hann
fagurorðað og alúðlegt brjef, þar sem minnst var á hið fagra
og veglega ætlunarverk enskra konunga, sem gætu áunnið sjer
ást og þakkir svo margra millíóna. Prinsinn komst svo að
orði í svari sínu, að brjefið hefði verið sjer ein mætasta gjöfin,
sem hann hefði þegið þann dag. — Yngsta dóttir Viktoriu
drottningar heitir Beatrice, og giptist hún í sumar Heinrich
prinsi af Battenberg, bróður Alexanders Bolgarajarls.
I byrjun marzmánaðar kviknaði i kolanámum ekki langt
frá Newcastle, og fengu þar 40 menn bana. 18. júni varð
hörmulegt manntjón af eldgosi í námum, þar sem Cliffton
Hall heitir nokkuð frá Manchester, og hjer fórust ekki færri
enn 170 manna. Nokkrum dögum síðar fengu 10 menn bana
á sama hátt í öðrum námum.
Hinn fyrsta dag ársins umliðna hjelt blaðið The Times —
«stórveldið sjöunda», sem það hefir stundum verið kallað —
sitt hundrað ára afmæli. Blaðið stofnaði sá maður, sem hjet
John Walther afi þess manns sem nú er eigandi þess. f>að
varð snemma blaða mest i metum bæði innanlands og erlendis
og rjeð sjer beztu snillinga til ritstarfanna. f>að var í prent-
verki þess, að gufumagns fyrst var neytt til prentunar, og gufu-
vjelina sem nú er, hefir eigandinn sjálfur fundið, og hún skilar
frá sjer 24 þúsundum exemplara á klukkustund. A degi hverj-
um eru að jafnaði prentuð nú 70 þúsundir exemplara. Ars-
tekjur blaðsins eru taldar til 17 mill. króna, eða samsvara
rúmlega þriðja parti ríkistekja Danmerkur. Utsvarið eða kostn-
aðurinn er líka stórkostlegur, og laun frjettaritaranna í sumum