Skírnir - 01.01.1886, Page 55
FRAKKLAND.
57
en ensku blöðin, t. d. Times, flýtti sjer að fullyrða, að stjórnin
þyrfti hjer ekkert til sín að láta taka. Sem vita mátti urðu
ráðherrar kedífsins að láta undan í öllu, og biðja yfirkonsúl
Frakka fyrirgefningar fyrir ávirðingar sínar, en það kom á.
móti, að hermaðurinn eða löggæzluþjónninn skyldi ekki sinnar
syndar gjalda. Allir þóttust vita, að ráðherrar Egipta hefðu
fylgt ráðleggingjum þeirra Gladstones, og þó hjer væri vitur-
lega hjá vandræðum sneitt, kölluðu menn að enska stjórnin
hefði ekki heldur haft sæmdir af þessu máli, sem það var
vaxið frá öndverðu. Blaðið leikur aptur lausum hala og hefir
ekki minna um bermælin enn áður.
Vjer víkjum nú máli að ástandinu innanrikis, og verðurr
svo í stuttu máli að segja, að þjóðveldið hefir komizt klaklaust
af árið sem Ieið, og enn má þess vona, að það eigi viðgangs-
tíma fyrir höndum. Einveldisflokkarnir áttu að vísu noklcrum
sigri að fagna i haust eð var við kosningarnar til fulltrúa-
deildarinnar, sem bráðum skal nánara greint, en að svo komnu
koma þeir litlu áleiðis þjóðveldinu til miska, utan þá er frekju-
flokkurinn vinstra megin slæst i lið með þeim í einhverju máli
á móti ráðaneytinu. Thiers gamli sagði einu sinni, að í
stjórnarefnum væri hinum hyggnasta sigurinn vis, og það var
hans heilræði þjóðveldinu til handa, að þræða hófsleið og
hygginda, því annars mundi allt á ringulreið komast. Ein-
veldisliðar treysta engu meir enn flasræðum frekjuflokkanna,
og þó er enn hamingjunni svo fyrir að þakka, að þeir stýra höfuð-
afla þingsins, sem hófsins vilja gæta og aptra þeim nýmælum,
sem fólkið kann ekki með að fara, en til byltinga einna hlytu
að draga. Samt verður því ekki neitað, að stjórnin hefir látið
nokkuð sveigjast fyrir aðhaldi og kröfum hinna frekari vinstra
megin, og að betur mundi gegna, að veita nú heldur viðnám
enn fyrir þeim lengra þoka. þetta brýna þeir menn iðuglega fyrir
þjóðveldisliðum, sem vilja þjóðveldinu vel, t. d. Jules Simon
og fl., þó þeim kunni að bregða ofsjónum fyrir augu, þegar
þeir segja, að það beri nú sem fyr með byltingastraumi, og
að sömu röst sem það kom í 1793.