Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 6
ALMEN'N TÍÐINDI.
8 '
hefir ráðherrum þjóðveldisins ekki orðið á öðru hálla enn leið-
angrum til landvinninga í öðrum álfum (t. d. Jules Ferry), þvi
árangurinn hefir ekki þótt svara tilkostnaðinum, framlögum og
mannaláti*). Uppgripin voru líka önnur i fyrri daga, og auð-
veldara að fjárföngunum komizt, þegar kristnar þjóðir sóttu
fje hinum ókristnu í hendur, því þær eru aðrar viðfangs, síðan
þær hafa fengið vopn Evrópumanna og kynnast hernaðaraðferð
þeirra. A þvi hafa ymsir mátt kenna, t. d. Frakkar í Alzir og
Túnis og nú seinast í Tonkin, Englendingar í Suðurafríku
(móti Zúlúköffum) og síðar í Súdan, Rússar í Kákasusbyggðum
(móti Sjamýl) og síðar í Miðasíu. Alstaðar að keyptu komizt.
þetta var gert i vor leið að greinarefni í þýzku blaði (Nordd.
algem. Zeitung), og kemst höfundur hennar á þá niðurstöðu,
að Evrópuþjóðir ættu að halda vel saman í þeim álfum, sem
ókristnar þjóðir byggja, en leggja um leið alla stund á, að
koma þjóðmenningu sinni á framfæri hjá þeim með friðsamlegu
móti, laða þær að sjer á líkan hátt og tekizt hefir í Kongó-
löndum í Afríku. þetta álíta þó margir ógjörlegt, og þeir
segja, að t. d. Múhameðsjátendur muni seint reynast auðþýddir
til samlags við kristnar þjóðir, nema þeir verði fyrst ofurefli
beittir, og þeirri kenningu muni aðrar eins herþjóðir og Rússar
fram halda, en því verður ekki neitað, að hinir kristnu hefðu
*) Ráðherrarnir hafa jafnan fært það fram í vörn sinni á þinginu, að
árangurinn mundi sýna sig þegar stundir liðu fram, að þeir hafi haft
heiður og hag Frakklands fyrir augum sjer, að merki þess hafi verið
borið í forvígi fyrir útbreiðslu kristinnar trúar og þjóðmenningar,
og svo frv. En nú' hafa þei’r hlotið að sveigjast fyrir ádeilum
þingsins og nýtt ráðaneyti hefir borið svo látandi yfirlýsingu fram á
þinginu: •Um ekkert hefir þjóðin látið svo tvímælalaust álit sín
og vilja 1 ljósi sem um stjórn utanríkismálanna. Hún krefst, að
Frakkland sjái sóma sinn um leið og það þræðir götu friðarins, en heldur
saman afla sínum á meginlandi vorrar álfu til að ávinna sjer virð-
ingu hjá öllum, en vekja engum ugg nje ótta. Hún vill framvegis
alla leiðangra firrast til fjarlægra landa, því þeir verða
landinu svo útdragssamir, en jafnan ósýnt, hvað í aðra
hönd verður tekið.