Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 41
EXGLAND.
43
má Hka geta, sem öllum er nú kunnugt, að það var Parnell sem
ljet minna fólkið á að taka á móti krónprinsinum og konu hans
með stilling og virktum, þegar þau ferðuðust til Irlands í fyrra
vor, þó því væri ekki hlýtt á öllum stöðum. Annars hefir það opt
borið til ljótra tiðinda frá Irlandi, að prótestantar og órangistafje-
lögin hafa farið illa undir fötin við Ira og ýft þá með ýmsu móti,
— og skákað svo í ensku hróksvaldi. En þvi má þó kalla
öfugt víkja við, er Churchill lávarður — garpurinn sem vjer
höfum minnst á að framan — ferðaðist í febrúar þ. á. til
norðurpartsins á Irlandi, þar sem eru flestar byggðir prótestanta,
og eggjaði þá á málfundum að risa móti þeim breytingum með
oddi og eggju, sem við mætti búast af nýmælabruggi þeirra
Gladstones. þá mundi þó íjarst líkum fara, ef Tórýmenn
kæmu nýjum Fenium i flokka saman, til að veija frumtignir
Englands og Englendinga á Irlandi.
I lok janúarmánaðar — laugardaginn 24. — gerðu Feníar
eða sendisveinar þeirra frá Vesturálfu (Newyork), sprengitil-
raunir á þrem stöðum i Lundúnum. Ein tundurvjelin sprakk
í Tower, höllinni gömlu, þar sem jafnan er mjög mannkvæmt,
en mest á laugardögum, er ókeypis má inn ganga, þvi hún
hefir mörg söfn að geyma, og þar eru ríkisdjásnin. Hjer lemstr-
uðust milli 20 og 30 manna. Hinum vjelunum hafði verið
laumað inn i Westminsterhöllina og þinghöllina sjálfa, sem
henni er áföst og varð þar mikið spell og gluggasprengingar,
en minna um meizli manna, þvi allir skunduðu út er þeir
heyrðu sprengihvellinn frá Westminsterhöllinni. I sama mán-
uði mistókst sprengitilræði í Cork (á Irlandi), er sú tundurvjel
uppgötvaðist við ráðhúsið — eða þar inn komin — sem átti
að hleypa því i lopt upp. Um tilræðin í Lundúnum bárust bönd-
in að tveimur mönnum, sem höfðu komið vestan um haf, þeim
sömu sem uppgötvendur lögreglunnar þóttust bera kennsl á frá
tilrauninni við undirbrautina í Lundúnum og sprengitilræðið i
Glasgow. Við hverju þeir hafa gengið vitum vjer ekki, en
báðir eru til betrunarvinnu dæmdir, og að þeir, sem verkið
unnu, eða vinna skyldu, fóru með erindi, sem fyrir þá voru
lögð i Ameríku, má af því ráða, að um kvöldið þann 24. hæld-