Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 119
RÚMENÍA.
121
1 sumum undanfarandi árgöngum þessa rits, hefir veri5
minnzt á, hverja óbeit Rúmenar hafa á Gyðingum, og hve
bágt þeir eiga með að þýðast þeirra samþegnskap og láta þá
njóta jafnrjettis. Hjer vill ekki úr steini heíja, og í sumar
leið var talað um ýmislegt harðhnjask og ofsóknir, er Gyð-
ingar hefðu mátt sæta i Rúmeníu. Enskir Gyðingar sendu
nefnd á fund Salisbury lávarðar og báðu hann hlutast til trú-
bræðrum sínum til sanns og líknar. Við þetta urðu Rúmenar
mjög uppvægir og í einu blaði þeirra, sem «Télegraful» heitir,
var þarlendum Gyðingum um þau kærumál kennt, og beint
landráð kallað, er þeir eggjuðu aðrar þjóðir til að misþyrma
sjálfsforræði hins rúmenska ríkis. Blaðið tók með svo mikilli
svæsni á málinu, að útlend riki mættu ganga að þvi vakandi, að
Gyðingar hlytu að snýta rauðu, ef þau vildu kúga Rúmena til
að unna þeim fasteigna þar í landi, og lofa þeim að fjefletta
bændurna. f>að er satt, að víða þykir ekki við börn að eiga
þar sem Gyðingar eru á vorum dögum, og þeir verða mörg-
um þungir í skauti, en i Rúmeníu og á Rússlandi þarf sizt að
öfunda þá fyrir auðs eða uppgangs sakir. f>eir eru að tölu i
Rúmeníu eitthvað um 270,000, og hitt þarf vart að efa, að
alþýðan þarlenda hefir ekki við þeim, þegar til eljunnar og
snarræðisins kemur í gróðaleitunum.
Mannslát. Látinn er einn af helztu þjóðskörungum
Rúnrena, Constantin Rosetti, næstura sjötugur að aldri.
Hann var í uppreisnarnefndinni 1848, og varð þá að flýjaland
sitt, og komst með naumindum undan fyrir ráðkænsku og
röskleik konu sinnar. Hann var lengi í París, og hafði bæði
skáldskap og ritstörf með höndum. f>egar hann kom heirn
aptur (1860), tók hann við stjórn kennslunrálanna, og var
forseti þingsins. f>að var fyrir hans og Bratíanós fortölur og
frammistöðu, að Rúmenar gengu til bandalags við Rússa 1877,
og höfðu upp úr þvi fullkomið sjálfsforræði lands sins.