Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 95
T>ÝZKALAND.
97
kvenna hafa unnið að í samfleytt sjö ár. Annað éptir þessu,
en í borðsalnum sjest ekki borð, það kemur upp um gólfið
með rjettunum á, þegar konungur stigur þar á knapp og sígur
niður aptur, er á annan er stigið. Einn situr hann að borði,
og þjónana vill hann ekki sjá i kringum sig, en gerir þá svo,
sem nú var sagt, að ósýnilegum öndum. Á næturþeli er kon-
ungur opt úti í skógum, þegar tungiskin er, eða á fjallastigum,
en fylgiliðar hans verða að halda sjer hæfilega fjarri, til þess
að gera honum enga truflan, en láta hann njóta draumfara
hugarins. Slíkur höfðingi og hátigharvera mundi upp úr því hátt
hafinn, að hugsa um peninga, þó hann ausi út millíónum til
hallagerða, og þess annars, sem honum er helzt til yndis og
munaðar, en því hefir líka að sama rekið fyrir honum sem
fleirum, að hann er kominn í þær stórskuldir, sem hvorki hirð-
stjórar hans eða frændur sjá úrræði til að borga, nema fjár-
ráðin verði af honum tekin. En það yrði það sama og að
taka af honum ríkið. Einu sinni var eitthvað um það kvisað,
að þýzkir höfðingjar mundu beinast að til að koma þessum
tigna vandræðagrip úr kröggum sínum.
1. april (í fyrra) varð Bismarck sjötugur að aldri, og var
áfmæiishátíð hans haldin um allt þýzkaland, en viðhöfnin stór-
kostlegust í Berlín, sem nærri má geta. Henni er áður fjör-
lega lýst í íslenzku blaði («Isafold» XII 21), og afmælisgjöf-
unum — hinum ríkulegu hundraðsfórnum, sem þjóðverjar færðu
þann dag máttargoði sínu, endurreisanda hins þýzka keisara-
veldis, megingjarða völundi hins þýzka ríkjasambands. Hjer
skal því allri upptalningu eða greining þeirra sleppt, en Bis-
marck sagði sjálfur þann dag, að hann hefði hundraðfalt þegið
á við það allt saman tekið, sem sjer hefði verið sent eða fært
öll undanfarandi afmæli. Enginn gjafagripanna var þó mann-
inum og afrnæli hans meir samboðinn, enn gjöf keisarans,
drottningarinnar og ættmenna þeirra: litskriptarmynd keisara-
krýningarinnar i Versölum (18. jan. 1871). Innan umbúðar-
innar 4 álnir á lengd, en 3 á breidd. Rausnarfórn hinnar
þýzku þjóðar var það stórfje, sem varið var til að kaupa aptur
þær landeignir, sem á ymsum tímum höfðu afsali undan gengið