Skírnir - 01.01.1886, Síða 135
NOREGUR
137
151 og 152 bls.) frá forstöðu stjórnarinnar, en sá maður —
Themptander — kom i hans stað, sem menn sögðu Norð-
mönnum sinnandi og vildi í engan bága láta fara með frænd-
þjóðunum út af þeim málalyktum sem urðu. En nú er nýtt
mál uppi, sem snertir sambandsskrána sjálfa, og út verður að
kljá — ef skaplega skal fara, og sambandinu skal uppi haldið
— með nýmælum, sem inn í hana skal skotið. Málið er svo
vaxið og undir komið, að Svíar hafa breytt fyrirmælunum um með-
ferð utanrikismála, eða uppburð þeirra fyrir konungi. Að fornu
eða fyrra fari var hjer mest á konungsvaldi, og með framburð-
inn fór ráðherra þeirra mála, en í viðurvist annars ráðherra,
auk stjórnarherra norsku deildarinnar í Stokkhólmi, en nú
skulu ráðherra utanríkismálanna fylgja til þeirrar ráðstefnu
stjórnarforsetinn og einn af hinum ráðgjöfunum. Norðmönn-
um þykir nú, sem von er, ójafnara á komið enn fyr, og krefj-
ast fulls sjálfsforræðis við Svia á þeim ráðstefnum, þar sem til
ráðagerða og álykta skal gengið um sameiginleg mál
beggja ríkja, og því vilja þeir, að hjer komi lika þrir afNoregs
hálfu. Málið er ymsum vandkvæðum háð, sem «Skirnir»
hleypir hjá sjer að skýra í þetta skipti, en minnast má á, að
sambandsskráin skyldar Noreg til mun minni útboða og kostn-
aðar i ófriði, enn á hitt sambandsríkið kemur. Upp á ymsu
hefir verið stungið, en Norðmönnum hefir ekki að neinu geðj-
azt. þ>jóðernisblöð Svía hafa orðið uppvæg i þessu máli, t. d.
þau helztu «Nya dagl. Allahanda» og «Svenska Daghladet», en
sjerílagi «Osfgöta Correspondent». þau segja, að annaðhvort
eigi Sviaríki að halda stöð sinni i sambandinu óhaggaðri, eða
leysast úr því með öllu, en hið síðastnefnda minnti á 1809,
þegar Svíar tóku tign og ríki af Gustafi 4ða, táknandi þar
með, að svo skyldu þeir enn breyta, heldur enn að láta snúa
á sig. Norðmenn spakari, nema hvað sumir hægri menn segja:
«þarna sjáum við afleiðinguna af lýðveldisflaninu, og það er
ekki furða, þá að Svíar vilji heldur skiljast við okkur, en láta kon-
ungsveldið verða að athlægi í Noregi». En þeir eru flestir
sem svo hugsa: «Okkur er öllum vel við bræðurna fyrir aust-
an Kjöl og sambandið við þá, en fáurn við það ekki svo