Skírnir - 01.01.1886, Side 108
110
RÚSSf.AND.
orðfæri og fjörlegar lýsingar. jbessvegna kölluðu menn hann
Tbierry hinn rússneska.
Balkanslöndin (efri)
eður:
Ófriðurinn með Serbum Og Bolgörum (undanfari hans og lyktir).
J>ð þenna ófrið mætti kalla heldur «atburð» enn «tíðindi»,
og hann kæmi nokkuð flatt upp á alla, þá liggja til hans
sömu rætur sem til margs annars í sögu «austræna má)sins».
Vjer eigum við þann undirstraum, sem ráð stórveldanna ber-
ast optast fyrir, þegar þau rnætast i Balkanslöndunum, og hvert
þeirra vill fyrir sínum hag sjá, en við hinu um leið, að engir
verði hjer svo fengsælir, að jafnvægið í Evrópu raskist, eða
það jafnaðarhlutfall þar eystra með smáríkjunum, sem fundið
var og ráðið í Berlín 1878. Reisa bylgjur og boðaföll læzt
enginn vilja, en| i kafförum má miðin kanna og veiðarfærum
fyrir koma. I þetta má að staðaldri finna undir erindarekstri
stórveldanna þar eystra og í Miklagarði, og er þá vel ef kaf-
förin hafa engar tundurvjelar innanborðs. «Skírnir» hefir opt
við það komið, hverjir hjer (þ. e. í «austræna málinu») djúpt
vilja leggjast, að það eru sjerilagi þrjú stórveldi, England,
Austurríki og Rússland. Mið Rússlands hefir Mikligarður iengi
verið, og að þvi hafa ekki fáir atróðrarnir verið greiddir, síð-
ast i stríðinu 1877—78. En frá þvi verða Austurrikismenn og
Englendingar Rússum að bægja, þvi hvorutveggju ættu mest
í veði, ef Mikligarður kæmist i hendur Rússa. Hann yrði ný
þungamiðja hins slafneska þjóðakyns, og þaðan gætu Rússar
bezt slagbrandað Englendinga frá eignum sínum í Asíu.
Eptir þenna stutta inngang bendum vjer á samband hinna
síðustu viðburða við það, sem gerðist eptir styrjöldina (1877
—78), við friðargerðina í San Stefanó og Berlínarsáttmálann.