Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 43
ENGLAND.
45
þeir hafa njósnir af svo mörgu, sem í leynum fer fram og fylgsn-
um, er rnargir látast engin deili vita á, en sumir heiðursmenn-
irnir eru þó gagnkunnugir. Hann vissi vel, að löndum hans
liggur ekki fjarri að stæra sig af hinni ensku siðvendni, og þar
sem urn ljettúð og seyrið líf ræðir, að benda á bersynduga
granna sina fyrir handan Calaissundið. Hann vissi, að í
Lundúnum fannst mansalsmarkaður fyrir lostafulla menn, að
þar voru hús eða salir, t. d. saumasalir, sem i raun og veru
voru ekki til annars enn að gildra ungar meyjar handa ríkum
og tignum mönnum, bæði þarlendum og erlendis. Hjer skyldi
þó reyndin ólygnust, því hann vildi birta það i blaðinu, sem
hann yrði vísari, og kippa svo dyggðagrímunum af sumu hefjð-
arfólki Englendinga. Hann gerði sjer ferðir um nætur til
ymsra lastaleynanna og hafði þar tal og sögur af ymsum og
varð svo um mart fróðari enn áður,. en um fram allt ljezt hann
fara í sömu erindagerðir og aðrir til þeirra kvensnipta, sem fyrir
sölunum stóðu, eða þeim stillisveiðum, sem fyr er á vikið.
f>ær grunuðu ekki hvað undir bjó, og hjá þeim fjekk hann
allar skýrslur, sem hann vildi ná, urn markaðinn, verðlagsskrár
á óflekkuðum varningi, rannsóknir og vottorð lækna og yfir-
setukvenna, kaupgjald hjer fyrir og svo frv. Hann hafði þar
og sögur — sumar hinar hryllilegustu — af ginningum ungra
meyja, sem hann ljet blaðið síðar flytja, ásamt þvi sem hann
hafði sjálfur sjeð og reynt. Til þess að gera allt sem grun-
lausast og reyna allt sem gjörst, lagði hann og fölur á ungar
meyjar, og galt það fje fyrir, sem krafizt var, en sendi þær á
burt síðan bæði með fjestyrk og góðum áminningum. Meðal
annara kom hann á sitt vald ungri stúlku — Elin Armstrong
-— frá foreldrahúsum, en þó með vitorði móðurinnar, en með
því að rannsóknin fór fram henni nauðugt, þó hún ella tæki
kostaboðinu, þá dró þetta Stead til sakar, og þeim sem með
honum höfðu í leiknum verið. Hann hlaut að sæta 3. mán-
aða varðhaldi. Honum hafði að vísu gott til gengið, og við
það vildu allir kannast, og skýrslur eða uppgötvanir hans urðu til
þess, að fjöldi góðra og göfugra manna bundu með sjer fjelag
til að reisa slcorður við þeim óhæfum, sem voru upp komnar,