Skírnir - 01.01.1886, Side 133
DANMÖRK.
135
Sömu þjónustu, eða líka, hafði hann haft, eða haft hlutdeild í,
hjá þremur konungum á undan. Hann var forstjóri stofnunar-
innar miklu fyrir málleysingja og heyrnarlausa, og var við
stjórn fleiri gustukastofnana riðinn. Trap er fæddur í Randers
19. sept. 1810, rg stundaði lögvisi við háskólann. Hann lagði
mikla stund á allar sögulegar aldaleifar (borgarústir og kastala
og svo frv) Danmerkur, og um það ber vott hið mikla rit, sem
eptir hann liggur: «Lýsing Danmerkur og Sljesvíkur» i 7 bind-
um. Hin seinni útgáfa þess tekur að eins til Danmerkur (í 6
bindum). — 27. april dó skáldið Hans Vilhelm Kaalund,
nær því 67 ára að aidri. það er hvorki mikið nje fjölbreytt, sem
eptir hann liggur en allt kostugt og fagurt, allt með yndælis og
ljúflingsbrag, end amunu ljóð hans verða löndum hans ávallt bæði
Ijúf og þekk. Auk ljóðmælanna(er eptir hann leikritið «Fulvia»,
sömu kostum búið. Hann vildi ekki þýðast hina nýju stefnu í
skáldskap Dana (realistastefnuna), • honum þótti hinir yngri menn
fara heldur «með gani», og treysta þar fjörðrum til flugs, sem
þær gátu ekki borið þá. Hann tók til andmæla móti henni
1 ljóðum 1880, og af því leiddi bragarburtreið með þeim
Schandorph, en með mestu kurteysi á báðar hendur. — þann
30. s. m. dó annar ágætismaður í skáldaröð, J. P. Jacobsen.
Hann varð á bezta aldri burt kvaddur (38 ára) eptir langvinnt
heilsuleysi (brjóstveiki). Auk skáldsagnanna «Marie v. Gmbbe»
og «Niels Lyhne», sem mörgum munu þegar kunnar á Islandi,
kom seinasta bók hans á prent fyrir tveim árum, með smá-
sögum, sem heitir «Mogens og andre Noveller». Hann hefir
iíka þýtt á dönsku sum höfuðrit Darwins, Málfærið á skáld-
sögunum eitt hið skrúðmesta, einkum í náttúrulýsingum, sem
finnst i dönskum bókum, og með mörgum nýgjörvingum, — 2.
mai átti Kaupmannahafnarháskoli að sjá á bak einum hinna
nafnkenndustu kennara og vísindamanna. það var P. L.
Panum, líffærafræðingurinn, sem mörg rit eru eptir. Hann
var kennari í Kiel áður enn hann var kvaddur til háskólans í
Höfn. — 15. ágúst varð bráðkvaddur J. J. A. Worsaae, for-
stjóri fornmenjasafna, Rósenborgarsafnsins og annara fleiri.
Hann lagði snemma kappsamlega stund á fornmenjafræði, og