Skírnir - 01.01.1886, Page 145
AMER/KA.
147
10. októbermánaðar. þar hefir afarstór klöpp eða klapparey i
fljótinu mikla og breiða, Eatst River, gert siglingar erfiðar og
torsóttar — sakir straums beggja vegna — inn til borgarinnar,
og orðið mörgum að tjóni. f>ví var hjer líka Heljarport —
Hell Gate — kallað. Burt skyldi henni koma, og nú liggur
hún sprengd og brotin. I tíu ár hafa menn unnið að undir-
búningi sprengingarinnar, klappað göng og smugur um bergið
til allra hliða, og lagt sprengitundur í þær þegar allt var búið.
Til þess varið 300,000 punda. Fyrir öllum undirbúningum og
umbúðunum stóð sá hershöfðingi í hervjelaliðinu, sem Newlon
heitir. Hann hafði hjer með sjer dóttur sína, ellefu vetra, og
Ijet hana kveikja í tundrinu, eða styðja hendi á knapp sprengi-
þráðsins. Miklar sögur af drunum og titringi allrar borgarinnar,
og umhverfis bana, sem menn kenndu i 4— 5 milna fjarlægð. Menn
segja, að vatnsstrokan stæði upp 1200 álna. Nú er eptir að
færa upp klapparbrotin, og menn segja það verði vart gert á
skemmri tíma enn þrem árum.
það slys varð á járnbrautaferð nálægt Jerey City 18. okt.,
að vagnaruna að vestan rakst á aðra, sem kom frá New-York
með vistferlafólk frá Evrópu. f>ar fengu 9 menn bana, enn
flestir hinna meiddust nokkuð eða Iemstruðust sem i vögnunum
voru. Sama dag líkt slys á öðrum stað, þar sem 3 menn
böfðu líftjón.
Mannalát. 23. júlí dró það mein — átumein í tung-
unni — Grant hershöfðingja til bana, sem minnzt var á i þessu
rili. þar Ijezt sá maður, hvað frægð og vinsæld snertir, sem
ávallt mun standa í röð beztu skörunga hins mikla þjóðveldis,
eða jafnsiðis þeim Washington og Lineoln. Ulysses Simson
Grant er fæddur i Point-Pleasant í Ohíó 27. april 1822.
Faðir hans var sútari. Móðurinni mun ekki hafa jiótt hann
vera sjerlega efnilegur, því hún gerði fyrsta nafnið að TJselesa,
þ. e. ónytjungur. Kunningja þeirra, þingmanni á Washington-
þinginu kann að hafa litizt betur á hann — pilturinn var lika
námfús og vildi komast i skóla — þvi hann kom honum til
náms i hermannaskólanum í Westpoint. Hann var þá 17 ára.
Námið gekk vel og eptir 4 ár var hann útskrifaður. Skömrnu
10*