Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 90
92
ÍÝZKALAND.
«húskarlahvatir» til bardaga fyrir rjettindum páfans og kirkj-
unnar, sem hjer voru kveðnar. Hann var öðrum þar samdóma,
að páfinn ætti aptur að fá það veraldarvald, sem hann hefði
Þe gið. «það er páfinn, sem stjórnar heiminum!» sagði Wind-
horst, en kvað það líka höfðingiunum fyrir beztu, að þeir ættu
þann að, sem gæti sagt og segði þeim til siðanna, þegar á
riði. Menn skildust hjer með dýrustu ummælum að berjast til
þrautar fyrir páfanum og kirkjunni. þetta var, sögðu menn,
meðfram til upphvatningar kaþólskum mönnum, að halda sjer
vel saman við þingkosningarnar í Prússaveldi, og til að benda
stjórninni á, að kaþólskir menn stæðu meir enn jafnrjettir uppi
— með varnarþrótt og hug sinn efidan og aukinn eptir 10
ára baráttu. Bismarck hefir jafnan brugðizt byrstur við, er
menn sögðu, að hann hefði þó — í gegn heitum sínum —
komizt til Canozza, en því var jafnan til hans hreytt, er hann
vilnaði einhvers í við erindreka páfans eða við kaþólska flokkinn
á þinginu (sbr. «Skírni» 1884, 97—98. bls.). Svo þarf það
ekki heldur að kalla, en hitt er víst, að Bismarck hefir verið
lengi mun óstríðari í málunum enn hann var í öndverðu, að
hann fyrir löngu er orðinn leiður á deiluþrefinu við ^páfann og
hirða hans, og hann hefir opt enga dul dregið á, að þess-
háttar stríð drægi úr kjark og áhuga þjóðarinnar, þar sem
henni riði á hvorutveggja að beita. það var traustsmerki, er
Bismarck lagði gerðina í eyjamálinu í hendur Leós páfa, og
það var þaklcarmerki, þegar páfinn sæmdi, hann þpirri hæstu
orðu, sem hann hefir að bjóða, og ljet henni fylgja svo lofsam-
leg og viðurkenningarfull ummæli (allt á latinu), að Bismarck
hefir vart nokkurn tíma við öðru eins frá Rómaborg búizt.
Rjett i því er þetta var skrifað, kom að kveldi dags sú óvænta
fregn, að til sátta væri að draga með stjórn Prússa og páfa-
stólnum, og allt mundi innan skamms tima sett og samið, sem
þeim hefði borið á milli. Morguninn á eptir fiuttu blöðin þá
hraðfregn, að Bismarck hefði skýrt frá i herradeild þingsins
(prússneska), að samkomulagi væri þegar náð fyrir tilhliðrun
á báðar hendur, og boðaði um leið, að maílögin mundu úr
gildi numin, því þau yrðu nú óþörf, en hefðu í öndverðu verið