Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 122
124
TYRKJAVELDI.
Egiptaland. Vjer höfum áður minnzt á, dð soldán sjálfur
er nú farinn að hafa hönd í bagga á skattlandi sínu, þó fæstir
viti ti! hvers það verður, nema Englendingar og aðrir haldi áfram
að bera hann hjer ráðum sem á öðrum stöðum.'- það eina
skyldi vera, að hann rjeði af að neyta herafla síns til a5
vinna aptur undir sig og Egiptaland Súdanslöndin. En hvort-
tveggja er, að hvorugum — Tyrkjum nje Egiptum — hefir
orðið úr þeim neinn slægur, og heldur hið gagnstæða, Og svo
mun hann ganga að því vísu, að þá verður meir fyrir Evrópu-
ríkin kristnu unnið enn fyrir Tyrkjaveldi, ef hann kemur þeim
löndum aptur undir Egiptaland.
Duíferin lávarður bjó til einskonar þingstjórnarlög fyrir
Egiptaland. I Kaíró skal þing haSdið að minnsta kosti hvert
annað ár, og eru þvi fjárveitingaráð heimiluð, og fjárláns má
ekki beiðast fyrir landið, nema það leyfi. þó Egiptar sjeu
ekki, sem nærri má geta, vandlátir að svo stöddu hvað þing-
leg rjettindi snertir, þá varð sumum á að brosa í fyrra, þegar
á þing var komið (i iok júlímán.) og allt var um garð gengið-
um fjárlánið (9 mili. p. sterl.), en samþykkta var krafizt á eptir
af fulltrúunum. Sumir möldruðu dálítið i móinn áður sam-
þykkið var goldið, og einstöku menn gerðust tvo djarfir, að
þeir beiddust skýrslna um fjárhaginn, eða skuldirnar, og einn
þeirra vildi vita hvers vegna stjórnin hefði gefið upp Karthum
og Súdanslöndin. þ>ingið fjekk bending um, að bezt mundi að
flýta sjer, og að fám dögum liðnum var samþykkið fengið, og
svo bað kedífinn þá hætta þingstörfunum — «óþarfanum» eða
«hjegómanum», mun hann hafa með sjer hugsað. Allt
um það vildu þeir ekki skiljast fyr enn þeir höfðu kosið menn
í tvær nefndir, og skyldi önnur þeirra búa álit til um vatns-
veitingar, eða fjárframlögur til þeirra, en hin ný þingskapalög.
«A1 It vill lagið hafa» - og hver má vita, hvers vísir hjer er
upp kominn?
Súdan. Achmed Mohammed, «mahdíinn» á að hafa dáið
8. ágúst (ekki i júlí) en það nafn tók eptir hann sá af þeim