Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 86
88
ÞÝZKALAND.
kynni bezt tök á að komast yfir nýlendur og koma þeim í
blómgan. þetta er einmitt það, sem saga Englands hefir sannað,
ogað enu sama stefna kappsmunir þjóðverja og atfylgi Bismarcks
á seinni árum, þar sem til landeigna hefir verið sótt í öðrum
álfum. Fyrir 10 árum eiga tveir menn að hafa fundið Bis-
marck að máli og tjáð fyrir honum, hver munur jþýzkalandi
mundi verða i, ef þýzkir menn hættu vistferlum vestur um haf,
þar sem þeir hlytu að hverfa inn í aðra þjóðheild*), og hinu,
ef þeir tækju lönd til byggða, án þess að leysast úr tengslum
við þjóð sína, og hjeldu svo þýzku þjóðerni og þegnsambandi.
Bismarck veitt fortölum þeirra góða eptirtekt, lofaði að íhuga
tnálið, en kvað lítið mundu ágengt verða fyr enn um 7 eða 8
ár. Saga seinni ára hefir sýnt, hvern hug hann hefir lagt á
þetta mál, og hvernig hann Ijet örn þýzkalands sveima þar
yfir vegum, er þjóðverjar sóttu til landnáms. Jafnóðum og
verziunarfjelögin eða stórkaupmenninir höfðu kastað eign sinni
á eitthvert landsvæði, ijet hann það hverfa undir verndarvæng
hins þýzka rikis, og svo bar hann nýmæli fram á ríkisþinginu
um styrktaframlög til gufuskipa og reglulegra siglinga til enna
fjarlægu landeigna, og þrátt fyrir mótmælin hefir hann rekið á eptir
því til framgöngu, sem hann beiddist **). Vjer sögðum í fyrra af
snarræði hans og happfengi i Afríku, en hjer er enn drjúgu
við að bæta, J>að voru enn Englendingar, sem á sumum
stöðum hafa togað þar á móti, er þjóðverjar drógu til sin, en
urðu að slaka til sem fyr. I byrjun ársins varð endir á löngu
þrefi út af tillcalli þjóðverja til fastra eigna á Fidjieyjum (i
suðurhafinu), sem Englendingar köstuðu eign sinni á 1874, en
óhelguðu um leið allar landeigna og skuldakröfur manna frá
öðrum Evrópuþjóðum, sem væru eldri enn frá 1870. því lauk
svo, sem vita mátti, að Englendingar Ijetu undan. Nokkru
*) Menn telja að til Norðurameríku liafi farið frá f'ýskaiandi 4 mill-
íónir manna síðan 1830.
* ) í fyrra átti hann heldur í ströngu að stríða, en þar kom, að þingið
veitti 4 raill. marka í 15 ár til gufuskipsferða til Austurasíu og
Ástralíu eða Ástralhafs.