Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 69
FRAKKLAND.
71
des Débats», og kemst þar á einum stað svo að orði: «Á
þessari öld hefir enginn maður haldið svo hátt sem Victor
Hugo merkifána háleitra hugsjóna. Hann var mikill maður, en
öllu fremur sjaldgæti í manna röð. Að lýsa honum rjett mun
við fæstra færi. Var hann franskur, þýzkur eða Spánverji?
Hann var meira enn hvert um sig, því andagipt hans og at-
gerfi er þar fyrir ofan, sem eptir er leitað af hverju þjóðernis-
hergi sá eða sá sje brotinn. f>á atgerfiskosti hefir hann ekki
af neinni þjóð i sjerílagi þegið». — Skáldið hafði lagt svo
fyrir, að sem minnst skyldi við útför sína haft, en að því var
þó ekki farið — nema hvað kistu hans var ekið í ljelegum
■vagni, eða þesskonar, sem hafðir eru við jarðarför fátækra
manna. Öðru mundi þó um kistuna skipta, því hún — eða
hin yzta af þremur — var af dýrum viði og miklu skraöti
búin. Hún var færð á skrautlegan líkpall undir «sigurhróss-
boganums*), en sá umbúnaður og skrúð bogans hafði kostað
100,000 franka. Til skrúðs og skreytinga Pantheons — sem
fyr er talað um — gekk ærna fje, og svo er sagt, að á því
húsi yrðu ekki önnur musterismerkin eptir enn krossinn á turn-
kúlunni. Undir boganum stóð kistan sunnudaginn 31. maí, og
þangað sótti fólkið þúsundum saman. Talið, að fram hjá henni
gengi þann dag 200,000 manna. Daginn á eptir voru hjer
útfararræðurnar haldnar, en kistunni siðan fylgt af miklum
sveitum hermanna og stórmennis, auk annars grúa**), til
Pantheons, og var hún þar sett á pall, veglega búinn. —
Victor Hugo ljet eptir sig stórmikið fje, 4 millíónir franka, og
skal einni þeirra varið til hælishúss handa munaðarleysingjum
eða öðrum umkomulausum og þurfandi mönnum. Eptir hann
fannst lika í hirzlum hans talsvert af óprentuðum ritum. — 11.
júní dó Courbet, flotaforingi Frakka i Sínlandshafi, og varð
ekki meir enn 58 ára gamall. Af afreksverkum hans og sigr-
um er nolckuð sagt í fyrra i «Skírni», og hið síðasta sem hann
*) Eptir sigurinn við Austerlitz.
**) Fylgdarrunan var rúma mílu á lengd, og í henni ioo sveitir hljóð-
færaleikara. Kistunni fylgdu líka 12 vagnar með blómsveiga hlössum.