Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 115
BALKANSLÖNDIN.
117
deildinni boð, að færast nær, og jafnvel sent Widdinhernum
skeyti, að senda sveitir þangað suður. Laugardaginn á undan
var Alexander jarl í Filippópel, og þar fjekk hann ófriðar-
boðin. Hann sendi undir eins soldáni þau hraðskeyti, að hann
ætlaði sjer tafarlaust af stað vestur að verja riki hans. Hann
kvaddi með sjer þær sveitir Rúmeliumanna, sem næstar voru,
en bauð hinum sem bráðast að skunda til vígstöðvanna.
Sjálfur kom hann til Slivnizu sama kveldið sem forverðir Serba,
en hjer skyldi engum til setunnar eða hvildarinnar boðið, og
því tók hann þegar að skipa tii áhlaupa á aðkomuherinn.
Hann hafði við Slivnizu ekki meir enn 16—17 þús. manna.
Honum er iijer bezta orð borið fyrir áræði og herkænsku.
Hann ljet þegar um nóttina (milli 16. og 17. nóv.) skotliðs-
sveitir halda sem hraðast til funda við hliðdeildir Serba, að
þær næðu ekki að komast í samvinnu við miðherinn. Annari
(hinni vinstri Serba handar) var svo á óvart komið, að hún
veitti litla mótstöðu áður hún riðlaðist og komst á flótta. Fyrir
hinni eða syðri deildinni tókst ekki betur til. Alexander jarl
— og með honum bróðir hans — rjeð sóknfnni út frá virkjun-
um að miðfylking konungs. Hjer var hörð viðureign allan dag-
inn, en að kvöldi höfðu Serbar orðið að hopa undan. Dag-
inn á eptir var aptur tekið til vopnamessu, og báru Serbar
enn lægra hlut. F.n þá dróst meira lið að Bolgörum að aust-
an, og síðara hluta dags voru hjá Slivnizu útgönguversin
sungin. Allur meginher Mílans konungs hvarf þá aptur af
þeim vigstöðvum og leitaði undan. Síðar sagt, að lið Bolgara
hefði barizt miklu snarplegar enn hinir, enda hefðu Serbar
verið þrekaðir og illa til reika, þegar þeir komu þangað suður,
en svo illa úr garði gerðir að vistum til, að þeir hefði flestir
soltnir barizt hjá Slivnizu. Menn .segja líka, at skotvopn Bolg-
ara hafi verið betri — einkum stórskeytabissurnar — og öllu
hafi verið betur og kviklegar stýrt þeirra megin. Alexander
jarl veitti Serbahernum eptirför, og urðu enn ymsar viðureignir
á undanhaldinu með nokkru manntjóni í beggja liði, en miklu
meira í her Serba, og af þeim urðu margir handteknir. J>ann
22. nóvember — j>ann dag, sem Mílan ætlaði sjer að gista