Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 149
AMERÍKA,
151
og frá öðrum álfum, t. d. frá Viktoriu drottningu á Englandi
og Japanskeisara*). Utförin gerð á kostnað rikisins með fá-
dæma viðhöfn, og í líkfylgdinni til legstaðarins i lystigarðinum
mikla — Central Parc — í New-York voru, auk rikisforsetanna,
allir hershöfðingjar Bandarikjanna, og þar meðal þeirra Lee
og flestir hinna, sem forustu höfðu haft i suðurríkjahernum.
tljer voru 75,000 manna úr hinum gömlu herdeildum Grants i
uppreisnarstríðinu, og fyrir þeim sá frægi hershöfðingi, setn
Hancock heitir. — 28. október dó annar af forustuhetjum
Bandaríkjanna i uppreisnarstriðinu, Mac Clellan, sem tók
við aðalstjórn hersins eptir Schott hershöfðingja, og eptir ósig-
urinn við Bulls-Run. Hann vann marga sigra á suðurríkja-
mönnum, en sá skipti mestu, þegar hann stökkti þeim Lee og
Stonewall-Jacson yfir Potómakfljótið 1862, og höfuðborgin var i
sýnustu hættu kojnin. Hann stýrði sama ár sókninni austan
að Richmond, þegar barizt var i 7 daga samfleytt, þó hann
yrði þá að hverfa aptar norður liði sínu. — 25. nóv. dó
Thomas Hendrichs, varaforseti Bandarikjanna, vandaður og
valinkunnur maður.
ffliöaraerika.
Hjer eru 5 þjóðveldi, sem voru í bandalagi, eða sam-
bandseiningu frá 1821 1839, en það rofið af þeim hershöfð-
ingja sem Carrera hjet. I fyrra vor ætlaði forsetinn i Guate-
mala, Barrios að nafni — kynblendingur eða svertingi — að
reisa þetta samband á ný, og hafði framan af rikið San Salva-
dor á sinu máli. þegar hin ríkin vildu ekki á það ráð fallast,
skyldu þau með hervaldi keyrð inn í kfi bandalaganna, og
merki Guatemala skyldi vera bandaríkismerkið. Forseti San
Salvadors tók forustu fyrir her hinna rikjanna, en beið þar
ósigur, sem Kl C.'oco heitir. Hann fór þá með herinn til kast-
ala nokkurs, og varðist þaðan. 1 umsátrinu um það virki fjekk
) Hanu hafði Grant heimsótt á ferð sinni til Evrópu og Asíu.