Skírnir - 01.01.1886, Page 88
90
ÞYZKALAND.
fh. milur, á Nýja Bretlandi 584, og í eyjahverfi sem þeir kenna
við Bismarck 947 fh. mílur. Astralíubúum eirir mjög illa, að
svo voldugt riki slculi hafa náð byggðastöðvum í eyjaálfunni,
því þeir ugga, að sinn hlutur muni við brenna, þegar fram
liður, sökum þeirrar nábúðar.
Um afstöðu þýzkalands til annara ríkja getum vjer ekki
neinu þar við aukið, sem á er gripið í almenna kaflanum.
það^ þarf vart að efa, að Bismarck um fram allt vill halda
friðinum órofnum, og hafa til þess sjerílagi bandalag hinna
austlægu stórvelda. Hann vill líka halda vináttu við Englend-
inga og Frakka — við hina fyrnefndu svo, að þeir amist aldri
við landnámum jþjóðverja þar sem honum þykir landrými og
hafrými nóg fyrir hvoratveggju, en við Frakka svo, að þeir
hafi meiri áhuga á nýlendum sínum og útfærslu þeirra enn á
endurvinning Elsass og Lothringens, eða rjettara mælt, verði
þeim löndum afhuga með öllu. Hitt er og í þögn til skilið,
að Frakkar gæti vel til óstjórnartundursins heima hjá sjer, og
Bismarck vill að þeir viti, að þeim verði sjálfum í koll að
koma, ef þeir kveikja óaldarbál í Evrppu. Hann lætur blöðin
hasta stundum á granna sína, en annað veifið tala þau heldur
mjúklega, og minnast á, að Frakkar og þ>jóðverjar eigi, ef þeir
líti rjett á hag sinn, að haldast i hendur, meðan þeir ráða
undir sig völd í öðrum álfum og á höfum heimsins, sem hvorir
um sig hafi burði til. — þ>egar þeir Vilhjálmur keisari og Jósef
Austurríkiskeisari höfðu að venju fundizt (7. ágúst) í Gasteini,
ómuðu öll blöðin — eins og vant er — þann fögnuð, að ber-
ara friðartákn gæti ekki gefizt, enn slíkir samfundir. Hitt
mæltist og hið bezta fyrir, er ófriðarskýin, sem um er getið í
Spánarþætti, hurfu fyrir sannsýni Bismarcks í kyrrð og kveld-
roða, og það er áreiðanlegt, að hann hafi verið því öllu fylgj-
andi, sem stillti til friðar í Balkanslöndunum.
Um þingmál þjóðverja skulum vjer vera sem stuttorðastir.
Af ríkisþingi Prússa ekkert markvert að segja. Tekjur og út-
gjöld með góðum jafna, nema hvað aukið útsvar til alríkisins
hafði lántekju (24 miliíóna) í för með sjer. Alríkisþingið sat
yfir sínum málum frá 20. nóv. til 15. maí. Um tolla og skatta