Skírnir - 01.01.1886, Page 80
82
BELGÍA.
viðurvist konungs og annara konungmenna. Vjer höfum
minnzt á lítið eitt af því merkasta í almenna kaflanum, en
verðum njer að biðja menn að afsaka, hversu litil hlít er að
slíkum lýsingum, þvi þær þyrftu að vera langt um lengri og
nákvæmari, enn yfir yrði komizt í þessu riti. Vjer bætum því
hjer við, að ríkið tók ekki þátt i kostnaði þessa stórvirkis, en
það komst upp fyrir framtaksemi og samskot rikismanna borg-
arinnar. Við hlutabrjefa sölu komu saman 1,500,000 franka,
og það var höfuðstofninn. Venjulega svara þessar stórsýningar
ekki kostnaði — og á það vantaði mikið i París lb78 — en
hjer er sagt, að þeir hafi haft drjógan ágóða, sem framlög-
urnarnar ljetu til. — 26. júlímánaðar kom konungur aptur tii
Antwerpen og vígði þar, eða utar við Scheldemynni, mikið
mannvirki, hafnarlegu fyrir stór skip og smá með háum og
rammgerðum flóðgörðum
Með samþykki þingsins hefir Belgíukonungur tekið við
rikisforræði hins nýja rikis við Kongó. þar eru nú þegnlög
sett, dómar skipaðir og landstjórn á stofn komin eptir til-
högun Evrópulanda, en með þeim tilbreytingum, sem þar þykja
betur henta. þó Kongórikinu sje sjálfstæði ætlað, verður yfir-
stjórnin í Bryssel. þeir menn frá Belgíu, sem taka þar við
embættum og umboðum halda þegnrjetti sínum heima. Hjer
er nú kappsamlega unnið að járnbrautalagningum og öllu þvi
öðru, sem eflt getur samgöngur og flutninga milli stranda og
hinna efri landsvæða. Hjer eru lönd svo mikil, að fimmföldu
nemur á við allt Frakkland að flatarmáli, og þau byggja nú
27 millíónir manna. Hingað eru mörg varningsgæði að sækja,
og af beim skal nefna: pálmaviðarolíu, kaffi, viðarkvoðu, eir,
filabein, allskonar litarefni, skinnavöru og dýrustu viði. þar
vex mahóní, ibentrje, tikviður, auk fl.; enn fremur sikurreyr og
baðmullarviður.
Leópold konungur átti i fyrra sumar nýnæmisgesti að
fagna. það var svertingjakonungur frá Kongó, Massala að
nafni, með svartri fylgisveit kvenna og karla. Konungur tók
við gestum sínum með mestu viðhöfn og hjelt þeim dýrðlega
veizlu, þar sem hinir svörtu menn tóku rösklega til sælgæt-