Skírnir - 01.01.1886, Page 8
10
ALMENN TÍÐINDI.
þar sem svo mörgum þykir, að frelsiskenningarnar skíni þá
bjartast, þegar þeirra er neytt til frekju og óstjórnar. I upp-
hafi ritgjörðarinnar minnist hann orða Guizots fyrir 25 árum:
«Vor öld er tími mikilla fyrirheita og mikilla vonarbrigða.
Síðan 1789 hafa þrjár kynslóðir heitið sjer og þegnlegu fje-
iagi frelsi, framförum og hagsældum, sem undanfarandi aldir
hefðu ekki þekkt». Hann minnist svo nánara á fyrirheitin,
hverjar vonarstjörnur menn sáu í orðunum «frelsi, jafnrjetti
og bróðerni» hvernig menn treystu á, að þegnfjelagið yrði
endurskapað fyrir nýjar lagaskrár, ef þær að eins báru birtu
af hinum fögru stjörnum. Hjer var öll trygging fyrir friði og
farsæld manna og þjóða, úrlausn allra vandamála, hvort sem
þau snertu stjórnarfyrirkomulagið og þegnlega skipun, setning
kirkju- og trúarmála, atvinnumál, alþjóðamálefni og viðskipti’
og svo frv. Höfundurinn leiðir mönnum fyrir sjónir, hvernig
birtan frá 1789 varð að brigðlýsi, menn miðuðu allt við hinar
fögru hugsjónir: frelsið, jöfnuðinn og mannrjettindin — um
leið og hitt allt varð sem í þoku: ástand þjóðanna, sem það
var í raun og veru eptir sögu þeirra, þegnlegum háttum eða
stjórnarvenjum. Menn fóru með frelsi og jöfnuð eins og nátt-
úrlegar og fortakslausar kröfur allra manna, og af þessari rót
er lýðveldið með þess kvöðum upp runnið, Að vísu sýndi
byltingin mikla og hennar skörungar, að fleirum verður sýnt
um harðstjórn enn einveldishöfðingjum, en frelsið var leiðar-
stjarna þeirra tíma, þ. e. að skilja frelsishugsjónin, og eptir
henni var stýrt í vorri álfu (á meginlandinu), þó skrykkjótt
gengi, þar til menn komust í höfn þingskorðaðrar stjórnar, og
hjer liggja menn við alckeri á öllum löndum vorrar álfu nema
á Rússlandi og Tyrklandi. Menn þóttust enn hafa himininn
höndum tekið, en i ljósi reynsluhnar gaf annað að líta, og
annmarkarnir urðu þvi berari, sem lengra tók að reka i lýð-
veldisáttina. Lýðveldið hefir haft flokkadeild og flokkastrið i
för með sjer, og baráttan varð þvi harðari, sem hún varð meir
um ráð og völd enn um gagn og þarfir lands og lýðs, og þvi
harðari komu þeir niður, sem í lægra haldi hlutu að lúta.
Barizt bæði á kjörþingum og löggjafarþingum i «fóllcsins» og
1