Skírnir - 01.01.1886, Page 104
106
RÚSSLAND.
um þegnum var svo ómildilega vísað úr landi frá austurlöndum
Prússaveldis, sem á er vikið í |>ýzkalandsþætti, og blað Kat-
koífs í Moskófu hafði orð á, hvernig |>jóðverjar gerðu sig
heimakomna á Póllandi og annarstaðar hjá Rússum, og kvað
ekki ómaklegt, að þvi fólki væri vísað til vista á austurjaðri
Rússlands. Að sínu leyti þykjast J>jóðverjar — og það ekki
án orsaka — hafa mikla skapraun af hvernig leikið er við
þýzka fólkið í löndum Rússa við Eystrasalt (Estlandi, Liflandi
og Kúrlandi). Hjer búa eitthvað um 150,000 þýzkra manna,
fólkið — nema Rússar (um 70 þús.) — er prótestantatrúar, og
þýzk tunga hefir orðið ofan á bæði við háskólann (í Dorpat)
og í dómum og umboðsstjórn. A seinni árum hafa Rússar
tekið að hafa á öllu sömu tök og á Póllandi, og viljað endur-
steypa allt i rússnesku móti. Uppfræðing fólksins tekin úr
höndum hinna prótestantisku klerka, og kennslunni stýrt af
stjórn kennslumálanna í Pjetursborg, þýzka bönnuð í dómum
og umboðsstjórn, og hörð víti við lögð, ef út af er brugðið..
t
I fyrra var borgarstjórunum í Ríga og Reval visað frá embætt-
um, er þeir gerðust svo djarfir, að hafa þar þýzku við i brjef-
um og embættisgjörðum, sem stjórnin hafði fyrirboðið. Um
leið og því.hafa fylgt ymsar ráðstafanir, sem leggja hömlur á
trúarfrelsið og hina prótestantisku presta, hafa Rússar vilnað
í við Esta og Letta, eða tungu þeirra og þjóðerni — auðsjá-
anlega til að hafa stuðning af þeim, meðan þ>jóðverjum og
tungu þeirra er steypt úr öndvegi i þeim löndum. — Blöð
þjóðverja spöruðu ekki hallmælin Rússum til handa, er þær
sögur bárust að austan ásamt harmakveinum bræðranna, en á
hitt ekki minnzt, að aðferðin er hin sama sem Prússar hafa
i hinum slafnesku löndum og byggðum Prússaveldis. Rússar
gætu nú sagt, líkt og Giers varð að orði um Kremsierfundinn,
að það sje einmitt andinn þýzki — stjórnarandinn — frá
Sljesvík, Posen og Elsass-Lothringen — sem svifi yfir stjórnar-
ráðstöfunum þeirra í löndunum við Eystrasalt.
Póliand er að því leyti undir lok iiðið, að Rússar hafa
strykað nafn þess út á sinni lífsbók. það má enginn framar
nefna, en kalla «Weichsel-landið». Og þó er ekki litið eptir