Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 131
DAXMÖItK.
133
Sakir þeirra og Bergs látnar varða 6 mánaða fangelsi við
bandingjafæði. Dómurinnn síðan staðfestur af bæstarjetti. í
Kmh. og víðar var hinum józku mönnum mesti sómi sýndur,
þegar þeim var sleppt úr hinu fyrra varðhaldi, bæði með gjöf-
um og veizluhöldum. Berg er stórgjöf ætluð, hús albúið,
eða þess andvirði(P). Vinstrimenn kalla hana silfurbrúðkaupsgjöf
þeim hjónum til handa. Annar þingmaður Ravn að nafni
var dæmdur fyrir meiðingaryrði við hátign konungs til 3 mánaða
varðhalds. Rannsóknir, innsetningar og dómar fyrir pólitiskar
sakir hafa verið þau dagtíðindi í Danmörk árið sem leið, að leitt
yrði að telja, og látum vjer hjer staðar nema.
þegar þingið hafði tekið til starfa sinna (5. október) varð
sá atburður til stórsakar, að ungur maður, Julius Rasmussen
að nafni, sem hafði einn dag (21. okt.) hlýtt á umræðurnar á
þinginu, veitti Estrúp (stjórnarforseta) banatilræði. Hann. stóð
við dyrnar á húsi ráðherrans þegar hann kom frá þinginu, og
hleypti tvivegis á hann úr skammbissu, en hvorugt skotið sak-
aði. Hinn ungi maður var prentsveinn, virðist hafa orðið hálf-
ringlaður af lestri í frekjuritum og blöðum, og vildi nú gerast
píslarvottur frelsisins á ættlandi sínu. Dæmdur til 14 ára betr-
unarvinnu.
þessi atburður mun ásamt fleiru hafa orðið tilefni til nýrra
bráðabyrgðalaga, um vopnaða löggæzlumenn («Gendarmer»)
eða viðaukasveitir löggæzlunnar, og um takmörkun á prentfrelsi
og funda- eða ræðufrelsi.
þó ár og uppskera hafi verið i góðu meðailagi, hefir farið
hjer sem i öðrum löndum, að verzlun og kaupskapur og flest
iðnaðaratvinna hefir verið undir þungri þrúgan. þetta olli
hlutbrjefafalli ymsra fjelaga, t. d. gufuskipa og fleiri. Með
haustinu komust ymsir stórkaupmenn i þrot, og meðal þeirra
peningakaupmenn eða vixlarar, sem við suma bankana voru
riðnir, og bökuðu þeim svo allmikla peningamissu. Oss þykir
ekki þörf neina hjer að nafngreina, en það komst upp um
suma, að óforsjálleg gróðabrögð eða sóun og sukk hafði leitt
þá til óráðvendni. Sumir bankar, t d. bankinn i Vardö, biðu
tjón, eða þá reiddi að falli, af svikum forstöðumanna. Marga