Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 146
148
AMERÍKA.
siðar var hann sveitarforingi i herförinni til Mcxikó. Hann
fjekk bezta lof fyrirliðanna fyrir hugrekki og hraustlega fram-
göngu. Einn af yfirboðurum hans var Lee, sem siðar skyldi
herskák við hann tefla. Eptir meðmæling Lees var honum
kapteinsnafn gefið, er stríðinu lauk. Hann var enn 6 ár í varð-
liði og á setustöðvum þar vestra, og hafði þar konu sína hjá
sjer 4 árin fyrstu (giplisl 1848). Hjer var eyðilegt að vera í
þær mundir, en fátt til frægðar og frama að vinna, og við
nafnvirðinguna viidi ekki bætast. Ilann sagðist tír herþjónústu
1854. Kona hans var frá Sant Louis, og þangað ap>tur komin.
Hún átti þar lendur nokkrar i grenndinni, og þær tók Grant
til að yrkja, hafa þar búfje, höggva skóg, selja þaðan við, og
svo frv. Hjer lagði hann á sig harða vinnu, en til arðs og
ábata vildi ekkert takast, og eptir nokkurn tima byggði hann
öðrum landið. Nú tók hann til landkaupa og sölu, en á þeim
vildi honum ekki heldur fjenast, og hann sá nú að hann hafði
ekki annað tekið sjer fyrir hendur, enn það sem honum var
lítt hent við að eiga. Kn konu og börn skyldi hann fram
færa, og nú tók hann við litlu skattheimtuembætti. Hjer lá
honum við örbyrgð, og þá fjekk hann boð frá föður sinum,
sem hafði flutt til lllinois og átti sútunarhús i litlum bæ, sem
Galena heitir. Hjer gekk allt vel og gróðalega, og nú tók
Grant að sjer búð þeirra karls og bróður sins hins næsta, og
keypti húðir af bændum. Kaupið 40 dollara á mánuði. Við
þetta eirði Grant þar til er herlúðrarnir gullu 1861. |>á skund-
aði hann til Springfield, þar sem mikið sjálfboðalið var saman
komið, en allt fór í ráðleysi og óreiðu, þvi enginn var til að
aga og stýra. Grant fjekk yfirliðanafn og tókst á hendur að
þjálfa þær sveitir og kenna þeim hernaðarbrögðin. þetta tókst
honum svo vel, að þær voru eplir nokkurn tíma sem vigvanið
lið á velli að sjá. þær gáfust h'ka hið bezta í fyrstu viðskipt-
um við Suðurrikjaherinn. Hjer byrjar sá frægðarkafli í sögu
Grants, sem skjótt verður yfir að stikla. Hann fjekk hershöfð-
ingjanafn og skyldi ráða vörnum í Ulinois og Missouri. 1 fyrstar
bardaganum, við Belmont (1861), skreið ekki til skarar, en þai
gaf vott um, að norðurríkin áttu þann til forustu, sem hverg