Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 67
FRAKKLANI).
69
verkum hans. |>au eru ljóðmæli, leikrit og skáldsögur — en
sumt er fyrir utan þessa flokkagreining, t. d. «Napoleon le
peiit (N. litli)» og fl. I öðrum löndum hafa menn helzt kynnzt
leikritunum og skáldsögunum. A Frakklandi eru einkum ljóð
hans, og sumar skáldsögur, t. d «Les Miserables (Aumingj-
arnir)», í hvers manns húsi. Menn segja lika, að ljóð hans
geti engum svo hjartnæm orðið sem frönskum mönnum. þ>að
eru blóm sprottin upp úr jarðvegi franskra hjartna, og málið
er svo fullt af samskonar angan, sem Islendingar einir eða
öllum öðrum fremur kenna í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar.
Einn rithöfundur kemst svo að orði: «Allir indælistónar ró-
manska málsins titra, þegar Victor Hugo andar á það. Hvert
erindi birtir djásn óg dýrindiseinkunnir málsins. Stundum er
það sem oddar rýtinga bliki, stundum sem hamraslög dynji, og
stundum sem leiptrar ljómi I dimmu. Jafnvel það, sem öðrum
hefir opt komið á varir, fjörgast undarlega á hans tungu, og
ber fagran óm að eyrum undir hans lagi.» Victor Hugo er
fæddur i Besangon 26 febr. 1802. Tiu vetra að aldri fór
hann að yrkja, og 14 vetra hafði hann samið sinn fyrsta sorg-
arleik, og einu ári eldri unnið til verðlaunapenings af aka-
demiinu franska fyrir ritgjörð, þó hann mætti ekki fá hann ald-
ursins vegna, þegar hann var 18 ára, bauð hann bóksala
ljóðahandrit til kostnaðar og sölu. Bóksalinn yppti öxlum og
færðist undan. þá mælti Victor Hugo: «Jeg ætlaði að gera
samning við yður, að kosta það allt og selja, sem frá mjer
kæmi framvegis. Jeg bauð yður hamingjuboð, og þjer hafið
visað auðnunni frá yður». — «Of mikil velvild af yðar hálfu!»
sagði hinn í skopi. — «Jeg segi yður það satt», sagði Victor
Hugo, «yður hefir aldrei grunað, hverja andagipt jeg hefi
þegið, og það mun yður lika af seint sannast», stakk svo
handritinu í vasa sinn og gekk út. Bóksalinn stóð meir enn
hissa, en rann skjótt eptir honum, og talaðist þá svo til með
þeim, að hann tók að sjer kostnað ljóðmælanna. Tveim árum
síðar útvegaði Chataubriand Hugo annan kostnaðarmann, og
það leið ekki á löngu fyr enn hvert skáldritið kom frá honum
á fætur öðru, og allir helztu bóksalar i París kepptust um að