Skírnir - 01.01.1886, Page 92
94
DÝZKALAND.
Svo var um verkafall múrgerðarmanna í Berlín i fyrra sumar,
sem þeir (8000 að tölu) þreyttu i 5 vikur, og urðu að eins að
óvildari kostum aptur að hverfa — að minnsta kosti hvata-
menninir og margir aðrir. þó óhætt sje að fullyrða, að þeim
íjölgi, sem verða meir og meir afhuga óstjórnarkenningum og
ofbeldis eða byltingaráðum, þá má þó helzt ráð fyrir gera, að
langt um meira þurfi enn að vinna, enn það sem Bismarck
hefir gert, til þess að um heilt grói með verknaðarfólkinu, eða
«fjórðu stjettinni» og hinum fyrir ofan.
«Sósialistalög» hjetu þau nýmæli, sem fengu lagagildi
fyrir tiltekinn tima eptir banatilræðin við Vilhjálm keisara, sök-
um þess, að böndin þóttu, hvað undirrótina snerti, berast að
leyndarfjelögum sósíalista, og mökum þeirra við byltingamenn
bæði i Evrópu og Ameríku. Lögin buðu hervörzlu i sumum
stórborgum, en í þeim fieiri ráðstafanir til að vaka yfir sósíal-
istum og leggja hömlur á samtök þeirra og annara til illra
framkvæmda. Að tímanum liðnum hafa þau verið endurnýjuð
tvisvar — ef oss minnir rjett — en ástæðurnar jafnan hægt
að finna 1 þeim atburðum, sem orðið hafa, samsærum og ill-
virkjum. Sá atburður varð í fyrra í Frakkafurðu 13. janúar. Hjer
var sá maður, annar hinn æzti í löggæzlustjórninni, myrtur sém
Rumpff hjet, en við hann var sósíalistum og kumpánum þeirra
afar illa, því hann hafði þar í dómum setið, sem mál þeirra
höfðu í komið og á þeim höfðu klekkt. Hefndin fyrir löngu
ráðin og undirbúin, og henni svo fram komið, að morðinginn
gekk á eptir Rumpff frá lögreglustofunni um kvöldið þann dag,
og fylgdi honum að steintröppunni fyrir utan dyrnar á húsinu þar
sem hann átti heima. þar yrti hann eitthvað á löggæzlustjór-
ann svo að hann sneri sjer við, en í sama vetfangi stóð lag-
broddur í gegn um hann. Hjer varð enginn við neitt fyr var,
enn vinnukonan sem kom og fann húsbónda sinn lagandi í blóði
og í andarslitrunum. það tókst að höndla morðingjann, Lieske
að nafni, skömmu síðar, og þó hann vildi við engu gangast,
voru líkurnar svo margar og miklar, að kviðdómurinn hikaði
sjer ekki við, að lýsa hann sekan. þegar dómurinn var upp
kveðinn, varð hann sem hamstola, ragnaði dómendunum og