Skírnir - 01.01.1886, Side 10
12
ALMENN TÍÐÍNDI.
við að snúa sjálfu sjer hörðustu íjötra. — Prjedikarar frelsis-
ins spáðu friði og farsæld, en þó ber á engu meir enn hávaða,
rifrildi og róstum, sem fylgja flokkadeilunum um byggðir og
borgir landsenda á milli. Og hvað varð af farsældinni?
Urðu hinir jafnsnjöllu jafnsælir? Nei, menn biða enn eptir
þeim jöfnuði, sem tekur til efnahags, þekkingar og góðra siða.
Og eptir honum mun enn langt að bíða.
Ein af stjörnum hins nýja fagnaðarboðskapar var bróðerni
manna og þjóða. Hugsjónin er fögur, og sama má að nokkru
leyti segja um þær kenningar, sem af henni eru runnar, kenn-
ingar sósíalista og þjóðerniskenningar eptir eðli þeirra og til-
gangi. En allir þekkja þau ský sem fyrir þá stjörnu hafa
dregið, frekjukvaðir byltingamanna (kommúnista) í jafnaðarins
nafni, og sum afreksverk ríkjanna voldugu í þjóðernisins nafni.
Eitt er óhætt að segja: stjarnan lýsti mönnum ekki inn á
friðarbrautina.
I siðari parti ritgjörðarinnar talar höfundurinn / um vonar-
brigði frelsiskenninga að þvi er snertir trú eða strið um trú og
kirkjumál, eða misdeildir með trúarflokkum. Hjer skyldi og
frelsi og jafnrjetti ráða bót á öllu, og menn treystu því, að ef
öllum trúarjátningum yrði gert jafnt undir höfði, þá mundi Hka
þaggast niður í .öllum trúardeilum og kirkjustríði. Menn
treystu með öðrum orðhm á almennt umburðarlyndi i trúar-
efnum. Hjer kom þó að öðru. Menn hafa viljað aðskilja
ríkið og kirkjuna, en alstaðar hafa þær tilraunir, að minnsta
kosti í vorri álfu leitt til sundurleitni með andlegu og verald-
legu valdi, og víða til afarkósta af ríkisins hálfu. Og umburð-
arlyndið ? J>ví hefir að vísu skilað fram á vorri öld, og hugs-
unarfrelsi almennara viðurkennt i trúarefnum enn áður hefir
átt sjer stað, en þó víkur svo undarlega við, að einmitt þeir
menn — fríhyggjendurnir — sem það frelsi ættu helzt að verjaj
hafa gerzt svæsnastir allra, sýnt af sjer mest óþol, og — ef
svo mætti að orði kveða — lýst alla trú i banni, já, viljað
vinna kristni og kirkju að fullu. Með öðrum orðum: þeir hafa
í skynseminnar og vísindanna nafni óhelgað samvizkufrelsið
og heitið sumstaðar á rildsvaldið þessu til fullnaðar.