Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 63
FRAKKLAND.
65
um Englendinga i Westminster Abbey. Stjórn hins fyrsta frí-
veldis á Frakklandi ljet setja hjer kistur Voltaires, Mirabeaus
og Rousseaus. Bourboningar skiluðu kirkjunni aptur i hendur
klerkanna. Eptir byltinguna 1830 ályktaði stjórnin, að sú ráð-
stöfun skyldi standa óhögguð, sem á undan er getið, og þó,
Ijet Napóleon þriðji það að vilja klerkanna að raska henni á
ný. Klerkar og einveldisliðar — og fremstur i fylkingu þeirra
Guibert, erkibiskup Parísar — kölluðu því hástöfum, að nú
skyldi enn vanhelga hús drottins, já reka hann sjálfan út úr
húsi sinu, og svo frv. Ráðherra kennslumálanna, Goblet, sat
hjer helzt fyrir svörum, og kvað hægri mönnum lítt sæma, að
hneyxlast á atgjörðum stjórnarinnar, þar sem hún gerði ekki
annað enn að endurnýja ráðstafanir Loðviks Filippusar. Mót-
mælabrjefi, sem hann seibna fjekk frá erkibiskupinum, vísaði
hann strengilega af hendi, og ljet hann vita, að hann yrði
betur að gæta skyldu sinnar bæði við embætti sitt og stjórn
ríkisins. — Úr því vjer höfum minnzt á baráttu kirlcjunnar,
þykir oss ekki ótilhlýðilegt að bæta lítilli sögu við, miskliða-
sögu, þó hún sje með hálfkimilegu bragði. I biskupsdæmi
erkibiskupsins i Toulouse, er þorp sem Bragayrac heitir. Hjer
hefir ábóti íengið prestakall, Filibert að nafni, en hefir í fyrri
daga barizt í liði páfans. þessum góða þegni guðsríkis hefir
reyndar svo illa á orðið, að hann hefir tekið þjóðveldistrú, og
með því að hann er ákaflyndur og þar einlægur við kolann
sem hann er, þá mundi hann liggja sizt á liði sinu eða spara
atgerfi sitt, fortölur og eggingar á þeim kjörfundum, sem
gengu á undan kosningunum siðustu. Á einum fundi var
hann, þar sem áflog og barningar urðu manni að bana, en
óvinir prests kenndu honum um allt saman, og sögðu konu
hins dauða manns, hverjum hún ætti fyrir harma sína að
gjalda. þar kom að hún fjekk sjer pistólu, og vildi sitja fyrir
presti, en hún hafði trúað einhverjum fyrir ráði sinu, og komu
þeir í tækan tíma og tóku af henni vopnið. það varð presti
hjer til bjargar, en hann átti verri fjandmann á velli, og það
var erkibiskup, Hann hafði optsinnis skrifað honum, að hann
skyldi segja af sjer, en nú birti hann það brjef klerkum Og
5