Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 101
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
103
aradæmisins komizt i þeirra hendur. í mótstöðuflokki stjórnar-
innar eru nú 132 á móti fastri fylkingu 192 í fulltrúadeildinni.
þingmenn þar annarsalls 352. þjóðverjar kvarta yfir samheldisleysi
í sinu þjóðliði, og því mest að svo margir þýzkir skörungar,
t. d. biskupar og íl., hafi látið kaþólskuna ráða flokkastöð
sinni og í kirkjunnar nafni gengið í bandalið hinna slafnesku
þjóðflokka.
Af Suðurslöfum eru Slóvenar hjerumbil hálf önnur mill-
íón manna, (í Krain, Triest og Króatíu), og fóru frá þeim til
nefndir menn til þjóðfrænda sinna í Böhmen, og var við þeim
tekið í Prag með rniklum fögnuði og hátíðarhöldum. Blöð
þjóðverja ljetu illa yfir þeirri heimsókn, en ver þó yfir því er
nokkur hundruð Czeka — mewðal þeirra margir hinir helztu
skörungar þeirra — fóru til sýningarinnar (ungversku) í Pest
og höfðu þar virktaviðtökur af Madjörum. þá mun þjóðverj-
um þykja tólfunum taka að kasta, ef Madjarar fara að vingast
meir við Slafa fyrir vestan Leitha, enn þeim þykir góðu hófi
gegna. — I Týról verður þýzk tunga og þjóðerni stöðugt að
þoka fyrir itölskunni og rómönsku þjóðlifi.
Mannalát. 5. janúar dó Adolph Auersperg, «fursti»
(bróðir skáldsins, sjá «Skírni» 1877, 123. bls.), sem stóð fyrir
ráðaneyti keisarans frá 1871 til 1879. Hann reri að þvi öll-
um árum, að þjóðverjar næðu og hjeldu forstustustöð í öllum
löndum keisaradæmisins, og því er stjórnartimi hans kallaður
gullöld hins þýzka ríkisforræðis i Austurríki. Hann var 69
ára að aldri. — 20. mai dó, 63 ára gamall, skáldið Alfred
Meisner. Menn segja, að eptir 1845 hafi nálega á hverju
ári eitthvað eptir liann á prent komið, ljóð, leikrit eða skáld-
sögur. Meðal sagnanna: «Son Öttu Trolls», «Kona Uríasar»,
«Sanfara», «Guði til lofs», auk margra fl.