Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 140
142
A m e r í k a
Bandaríkio (norður).
Efniságrip: Frá Washington 4Öa roarz. — Ný stjórnarstefna. —•
Fyrirtækið í Miðameríku upp gefið. — XJm atvinnuhag og verkaföll; gull
eða silfur — Brjef frá Peking. — Um svarta fólkið. — Alaska. —
Mormónar. — Fjeprettamenn dæmdir. — Klapparsprenging. — Slys. —
Mannalát.
Hinn nýi forseti Stephen Grover Cleveland tók við
forsetadæminu i fyrra vor 4. rnarz, sem lagavenja er til þar
vestra, og með þeim hátíðarháttum sem þar tiðkast. Ekið frá
«Húsinu hvita», aðseturshöll forsetans, um hádegi til Kapitoli-
ums, þinghallarinnar, og þar — eða á jarðstallanum i land-
norður frá henni, gagnvart minnisvarða Georgs Washingtons
— unninn eiður að ríkislögunum. Eptir almenn ummæli i ræðu
sinni um frið við alla og að halda Bandaríkjunum utan við
allar misklíðir annara ríkja, en vaka yfir forræðisrjetti þeirra þar
vestra, og vísa allri djarfræðistilhlutun að utan af hendi, og
svo frv., gerði hann þá grein fyrir áformastefnu sinni innan-
ríkis, að hann vildi bæta umboðsstjórnina og láta embætta-
veitingar að eins fara eptir dugnaði og ráðvendni enn ekki
eptir flokkstöð eða flokkafylgi. Hann minnti menn lika á, að
mál væri komið að deyfa flokkakergjuna, en neyta heldur
kappmuna sinna til að efla farsæld samþegnanna, þrifnað og
sæmdir hins mikla ættlands. Hann kom við lækkun skatta og
tolla, kvazt vilja lögskorða fasteignarjett aðkomminna manna,
fara vel og mannúðlega með Indíamenn, afmá fjölkvæni Mor-
móna innan takmarka rikisins, auk fl. — Siðara hluta dagsins
mikið um hátíðarfögnuð borgarmanna, með uppljóman borgar-
innar, hljóðfæraslætti og liteldaskotum, en stórkostlegum dans-
leik, sem var haldinn um kveldið inni i feikistórum garði með
tjaldþaki*), þar sem rúm skyldi vera fyrir 15 —16 þús. manna.
*) það er garður nýrrar hallar í Washington, líklega fjárhagsstjórnar-
innar, úr því hún heitir »Eptirlaunahöllin».