Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 53
FRAKKLAND.
55
grálega leikið, ef stjórn Frakka hefði í fyrstu leigt þessa menn
til þeirra njósna, en unz sönnur eru fyrir því fengnar, lýsa
þýzku blöðin óvildinni einni er þau bendla stjórn Frakka við
málið. Hins verður þó að minnast, að Frakkar hafa sakað
fjjóðverja um allskonar njósnir á Frakklandi um varnir þeirra
og vopn, og að menn hafa orðið sekir í öðrum löndum um
hið sama sem þýzki maðurinn varð*). Vjer verðum að láta
það liggja milli hluta, hvað Frakkar eða blöð þeirra hafa haft
fyrir sjer i ákærum sínum, en viti þjjóðverjar hjer sök með
sjer, þá hefðu blöð þeirra átt heldur að bindast þeirra um-
mæla sem í þeim stóðu: «það er vel, að þjóðverjar vita nú,
hvar fjendur þeirra sitja i Evrópu!» þetta og annað þvíum-
líkt má að visu fremur kryt kalla enn óvináttu, en sáttamerki
verður það ekki kallað, þó allt fari sljett og skaplega með
stjórnendum beggja ríkjanna. «Skírnir» drap á sumt í fyrra,
sem vottaði samdrátt og samvinnu eða atfylgi i sumum málum
með Frökkum og þjóðverjum, og út af þvi hefir Bismarck ekki
látið bera árið sem leið, og þvi mun mega trúa, að hann hafi
verið þeim sinnandi gagnvart Sinlendingum, og dregið þá
heldur þeirra taum enn Englendinga, þegar þeim bar svo á
milli á Egiptalandi, sem þegar skal greint. En vjer þurfum
ekki að gera hjer nánari grein fyrir, en gerð er í undanfar-
andi árgöngum þessa rits, að það er ekki velvildin ein, sem
Bismarck gengur til fylgis við Frakka, en honum þykir það
þýzkalandi bezt gegna, að þeir eigi um sem mest að annast í
öðrum álfum, og að þeir haldi þjóðveldi sínu óröskuðu. Hann
þykist til víss vita, að allir verði við þá til bandalags tregir,
meðan það stendur, þar sem nýtt konungsríki á Frakklandi
mundi á vinum völ eiga. J>essvegna var sagt, að karl yrði
mjög áhyggjufullur i haust eð var, þegar kosningarnar fóru
fram á Frakklandi, og einveldisliðar fengu í byrjuninni þann
sigur, sem enginn hafði við búizt.
‘) Til dæmis: einn yfirliði í Austurríki, sem hafði safnað þar áþekkum
skýrslum og lýsingum, sera bárust Rússum í hendur, en þó varð
enginn til að drótta neinu að stjórninni í Pjetursborg um það mál.