Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 68
70
FRAKKLAND.
ná i þau, en suni endurprentuð í exemplaratali 100 og 150
þúsunda. Hann orkti mest á ríkisárum Loðvíks Fillippusar,
og 1841 komst hann í akademiið. 1845 var hann hafinn upp
í «jafningja (Pairs)» tölu í öldungaráðinu. Hann fylgdi þar
frelsismönnum, eða rjettara sagt, hann var langt á undan þeim
öllum. Hann mælti fram með að leyfa Louis Napóleon og
öðrum frændum hans landsvist (1847), en varð siðar hans
harðasti mótstöðumaður, þegar hann rauf heit og eiða og brauzt
til tignarvalda 1852. Victor Hugo varð þá að fara í útlegð
og gat með naumindum lífinu forðað. Hann launaði Napó-
leoni þriðja i tveimur ritum: «Napóleoni litla» og «Les cháti-
ments (Refsiljóð)». Hjer er napurlegasta lýsing á skoplegum
harðstjóra, níðingi, meinsærismanni. Victor Hugo lifði 19 ár
i útlegð, lengstum á Jersey, og á þeim árum háði hann í
mörgum ritum sínum harðvítugt andvígi gegn allri kúgan, gegn
harðstjórum og klerkum, stórmenninu og auðsældarfólkinu.
Hjer gerði hann mest að í skáldsögunni «Les miserables», sem
fyr var nefnd og kom á prent 1862. Af engri bóka hans hefir
selzt svo mikið, og á einu ári runnu út á Frakklandi 150,000
exemplara. Verkmannafólkið, konur og karlar, lögðu hjá sjer
af kaupi sínu til að geta komizt yfir söguna. Victor Hugo
vendi aptur til Parísar 1871, og (jekk 1876 sæti í öldunga-
deildinni. Hann þreyttist aldri að tala máli lítilmagnans og
vevknaðarfólksins. Hann trúði á sigur þjóðafriðarins og á
bróðernissamband allra þjóða. I trúarefnum fór honum sem
svo mörgum á vorri öld; hann tignaði guðdóminn í náttúr-
unni, Skoðanir sínar hjer um og um sögu og forlög mann-
kynsins hefir hann látið í ljósi í kviðuriti sem heitir «La légende
des Siecles». A afmælisdag hans 1882 (áttræðisafmælis) færði
einn vina hans honum að gjöf eptirmynd af Móises eptir
Michel Angelo. I þakkarorðum sínum sagði skáldið: «Jeg á
nú meiri gjöf í vændum, þá stærstu gjöf sem manninum getur
hlotnazt. Jeg á við dauðann, sem er iðgjöld þess hins góða,
sem vjer afrekum hjer í heimi». Af þessu má skynja, að hann
hefir trúað á annað og betra líf. Vinur Victors Hugos, vís-
indamaðurinn, Ernest Rénan, ritaði eptirmæli hans í «Journal