Skírnir - 01.01.1886, Page 5
ALMENN TÍÐINDI.
7
verða um hituna í öðrum álfum, þvi varlegar verður þar að
að fara, eða með liku móti og í vorri álfu: 1 margir keppa til
miða, en sigla svo hvorir öðrum á veður, að sem minnst verði
við vart, og líkist meir tilviljan enn öðru, þegar einhverir verða
öðrum fengsælli. Vjer tökum Baíkanslöndin til dæmis, eða
með öðrum orðum «austræna málið». Hjer verður «að fara
varlega i sakirnar», fara gætilega með eldinn. Stórveldin láta
mjúklega við Tyrkjann, tala alvarlega um eignarhelgi hans á
löndum sínum, og þó mun óhætt að fullyrða, að ekki eitt af
þeim trúir á staðgæði Tyrkjaveldis, og þau þekkja öll óþolið
i smáríkjunum þar eystra, sem biða eptir, að ríki Tyrkjans
leysist í sundur, og fagna í hvert skipti sem af honum er eitt-
hvað reytt. Stórveldin tala hreinskilnislega um jafnvægi hinna
nýju ríkja á Balkanskaga, og minna þau á að búa i friði og
öfundarlaust bæði við Tyrkjann og hvort við annað, en hitt er
allt látið i þagnar gildi, sem þau berast þar sjálf fyrir, hvernig
þau keppast hvert við annað að koma ár sinni fyrir borð hjá
Tyrkjanum og smárikjunum, sitja þar fyrir beztum kostum,
mestum heimildum, hvað verzlan og önnur viðskipti snertir.
f>að eru sjerilagi tvö þeirra — Rússland og Austurríki — sem
leggja sig mest fram um að ná sem beztri stöð til ráða þar
eystra, og það er ef til vill hamingja beggja, að höfðingjar
þeirra hafa fundizt til vináttumála og samheldis (i Skiernevice
fyrir tveim árum (eptir tilstilli Bismarcks) og aptur i sumar i
Kremsier, og menn tala nú um keisaraþrenninguna eins og
fyrir nokkrum árum. þetta auðsjáanlega gert til að tryggja
þjóðafriðinn, og í þeim tilgangi, að þó eitthvað kynni á milli
að bera, þá skyldi alls fyr í leitað, enn að vinir yrðu að «vis-
um f]endum», Og þó mundi það vart verða vinarþelið eitt,
sem rjeði, ef svo bæri undir, en hitt engu síður, sem fyr var
við komið, að höfðingjarnir eiga nú i meiri vök að verjast
enn fyr. þeir vita, að þegnarnir gera sig djarfari nú enn á
fyrri tímum, að þeir eru glöggvari um hagi sina, og vilja ekki
vinna þar fyrir gig, sem krafizt er, að þeir leggi fje og líf í
Sölurnar. Dæmin eru ljósust frá Frakklandi, afdrif Napóleons
þriðja eptir leiðangurinn til Mexikó og ófarirnar 1870. Síðan