Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 106
108
RÚSSLAND
þjóðum sem kalla sig kristnar — að margir ungir og efniiegir
menn verða trylltir og láta laðast til verstu verka í frelsisins
og mannúðarinnar nafni, en hugsa ekki út i, hvernig morð og
önnur grimmdarverk spilla mannúðartilfinningum lýðsins. þeir
hugsa ekki út í, hvernig alþýðan er á Rússlandi, að allur
þorrinn er þrællundaður, en þeir afar fáir, sem frelsið þreyja.
þessháttar fólk lcann að hlakka yfir morðum embættismanna,
sem illa hafa með það farið, eða þvi eru að illum óknyttum
kunnir, en það gleðst langt um meir, þegar zarveldið hefnir
þeirra, og kallar öll þau málagjöld makleg, sem nihílistar
hreppa. — það eina sem vjer höfum sjeð hermt af tiltektum
gjöreyðanda árið sem leið, er sú saga frá Charkóv á Suður-
rússlandi, að stúdent skaut þann löggæzluþjón banaskoti, sem
hafði uppgötvað hvað hann og annar ungur maður bárust
fyrir, og kom með fleirum mönnum til að taka þá höndum.
1 bústað sínum höfðu þeir prentfæri, og komu þaðan æsingar-
blöðum út meðal lýðsins. Hinn var þá ekki heima, og um
handtöku hans var ekki síðar getið. Undir árslolcin var dónrur
háður í Warschau á sökum 29 níhílista. Af þeim 26 af lifi
dæmdir. — Á Svisslandi eru nokkrir af útlögum Rússa, sem
með nihilistum eru taldir, en láta nú mun spaklegar enn fyr.
í mánaðarriti, sem þeir halda út («Málefni fólksins»), stóð
grein i fyrra surnar, sem þótti bera vott um, að þeir eru farnir
að örvænta um sitt mál. það var sú játning, að morð og
samsærisverk hefðu engu á orkað á Rússlandi, og þetta ættu
allir að láta sjer að kenningu verða, og aptra sjer frá öllum
ofbeldisráðum framvegis. þeim ætti nú ekki að fjölga, sem í
æsku sinni eða á bezta aldri hefðu hlotið lífið að láta, eða
halda á heljarbrautina til Síberíu. Einasta vopnið á móti hinu
siðlausa harðstjórnarvaldi ætti framvegis að vera uppfræðing
og siðabetran fólksins. — Sama varúð er við höíð sem fyr á
öllum ferðum keisarans, og höfuðvörðum er hann, sem heima,
umhorfinn á allar hliðar. I Kremsier fór hann á veiðar með
Jósefi keisara — meðan þeir Giers og Kalnoký ræddu um
vandamálin — og stóðu þar herverðir í runtium umhverfis