Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 42
44
ENGLAKD.
ist O’Donowan Rossa mjög af þeirri hraðfregn, sem hann hafði
íengið frá Lundúnum um hallaspellin. Síðan hafa Feniar ekki látið
sin að neinu getið, og kann það til að bera, að leyndarfjelögin
hafi látið sjer aptra af þeim, sem vilja betri ráða freista og
sjá hvað svo vill vinnast, sem þeir Parneil hafa áformað.
«Siðaðar þjóðir» þykjast hinar kristnu vera hinum öllum
fremur, og menn skyldu ætla, að þær bæru nafnið með rentu,
og að vaxandi þjóðmenning hefði jafnan betrun siðanna i för
með sjer. Hjer vill þó jafnan út af bera. I mentun, þekking
og öllum fræðum báru Forngrikkir og Rómverjar af öðrum
þjóðum heimsins, en hjer þarf ekki að benda á, hvernig sið-
unum var ábótavant, og hvernig þeir spilltust upp á siðkastið
— t. d. á timum keisaranna — og hvernig dýrsæðið ijek svo
lausum hala á svo fögrum blómbeð heimsmentunarinnar, sem
Rómaborg var talin. Svo kom kristindómurinn og bætti svo
siðferðið, sem öllum er kunnugt, og hinir kristnu hafa ávallt
haft saman «guðsótta og góða siði». En hilt vita og allir,
hvern myrkva opt hefir dregið á hinar kristnu aldir, hvað sið-
ferðið snertir. Vjer þurfum ekki annað enn minna á þá ljettúð
og siðaseyru, sem opt þykir hafa loðað — og loða enn — við
Parísarlifið. Svo vill víðar verða i stórborgunum, og hjer er í
öllum löndum «pottur brotinn». Kristnu þjóðirnar hafa lengi
lagt Asíuþjóðum til lýta annmarkana á þeirra hjúskaparlífi,
meðferðina á kvenfólkinu, rjettleysi kvenna og fl., sem þvi
fylgir, en þeim er hjer sjálfum stórmikils vant og eiga um
mikið við sig sjálfar að vanda. Hjá þeim verða þau misdeilin
verst, að það er ekki að eins látið varða skömm og fyrirdæm-
ing fyrir konuna, sem karlmanninum helzt uppi hneysulaust,
en að hefðarfólk og rikir menn og heiðvirðustu «borgarar»
draga fjöður yfir fúllifi karlmanna, yfir tælingar ungra meyja
og yfir allar svívirðuvjelar lostalifsins i stórborgunum. Með
þessum formála leyfum vjer oss að drepa á sögu frá Lundún-
um í fyrra sumar, sem mörgum varð hverft við, eða á upp-
götvanir ijótra bletta á siðferðislífinu, sem valinkunnum manni
tókst yfir að komast. Maðurinn heitir Stead og var ritstjóri
blaðsins Pall Mall Gazaite. það var um hann sem fleiri, að