Skírnir - 01.01.1886, Page 62
64
FRAKKLAND.
14. júli var þjóðhátíðin haldin með venjulegu viðhafnar-
móti, hersýningum, uppljóman, fánaskrúði og blómaskrauti
borgarinnar, liteldum, sjónarleikjum og dönsum á torgasviðum
eða öðrum stöðum, bæði nóttina á undan og eptir. Til há-
tíðarauka var þann dag afhjúpaður minnisvarði Voltaires. Hann
stendur upprjettur, en dálitið álútur og styðst við staf, en hefir
mörg skjöl eða blöð i höndum. Hjer þyrptust að sægur manna
allan daginn, og að Strasborgarvarðanum. Hjer kom það skáld
— Paul Derouléde — með 15 deildum þess fjelags, sem
hann hefir stofnað, og heitir «La Ligue des Patrioís (þjóðvina-
fjelag)», með fánum sínum i sorgarblæjum. Hann stje 'upp á
stalla varðans, benti á blómsveigana, sem þar lágu eða skrýddu
varðann og mælti: «Franskir menn og franskar konur! ræð-
nrnar sem þjer erið komin til að hlýða á, getið þjer þarna
lesið. Lifi Frakkland! Lifi Elsass-Lothringen!» þess var
getið i frásögnum, að menn hefðu ekki sjeð þýzkan fána þann
dag i París, en merkiblæjur ymsra annara landa.
Sem nærri má geta verður opt grunnt á vináttunni með
klerkdóminum og stjórnendum þjóðveldisins, og kemur það
bæði fram á þinginu og utanþings. «Skírnir» hefir opt minnzt
á misklíðirnar, og þá sjerílagi þær sem risu af klaustrarriáli
kristsmunka, og harðdrægni Jules Ferry í þvi máli. Sbr.
«Skírni» 1871. Klerkar og yfirhirðar kirkjunnar hafa ekki náð
að rjetta hlut sinn, en allir vita, að þeir sæta öllum færum, og
að það eru menn sem ekki leggja árar í bát, og gera þann
mótróður sem unnt er á móti þjóðveldinu. það er nú full-
sannað, að þeir áttu mikinn eða mestan hlut að kosninga-
árangri einveldisflokkanna. I fyrra sumar gerðu þeir og hinir
rjettkristnu og fullkaþólsku kappar einveldisins og kirkjunnar
stjórninni hörðustu atreiðir á þinginu eptir lát Victors Hugos,
er hún ljet færa hann til legstúku í Pantheon, en það nafn
fjekk sú kirkja eptir stjórnarbyltinguna miklu, sem upprunalega
var helguð hinni heilögu Genovefu, verndardýrðlingi höfuð-
borgarinnar, og við hana kennd. Til 1814 var hún ekki höfð
til messugjörða, en hjer var hvildarstaður búinn frönskum
ágætismönnum og þjóðskörungum — ámóta og ágætisskörung-