Skírnir - 01.01.1886, Page 52
54
FRAKKLAND.
kennslumálum í hans ráðaneyti) yfir þegnleg umboðsstjórnar-
mál í Anam, Tonkin og Cambodja.
Frakkar hafa nú gert friðarsamning við drottninguna á
Madagaskar, og sumar sögur bera, að svo mundi vart komið,
ef «Hóvar» — svo heitir meginfólkið á Eylandinu — hefðu
ekki orðið þeim heldur þungir í skauti upp á siðkastið; já þvi er
við bætt, að hersveitir Frakka færu halloka fyrir þeim i hinum
síðustu viðskiptum. Hitt er víst, að stjórn Frakka hefir þótt
þar langt enn i land, er hún vildi ná hjer sama forræði og
i Anam, og gera Hóva að sínum skjólstæðingum, og hún
mundi til þess aldri þau framlög fá af þinginu, sem þyrfti.
Vjer vitum ekki annað um sáttmálann, enn að Frökkum skal
heimilt að hafa erindreka i Antanarívó (höfuðborginni), án þess
að honum sje meiri rjettur á skilinn enn öðrum sendiboðum,
nema hvað hann mun eiga að gæta til, að Sakalöfum — þeim
kynflokki norðan- og vestanvert á eylandinu sem Frakkar hafa
tekið undir verndarvæng sinn — verði í engu misboðið eða
þröngvað, I herkostnað hefir drottning þó orðið að borga 10
millíónir franka.
Horfið til grannanna fyrir austan er hið sama og fyr, og
Frakkar líta tii þeirra hvorki með byrstara eða blíðara bragði
enn áður. þýzku blöðin hafa ekki sjaldan á orði, yfir hverjum
hug Frakkar búi til þjóðverja, og hin frönsku svara þá, að þau
lýsi svo sjálf hinu þýzka þeli til Frakka, en hjer til ber ávallt
eitthvað af þeirra hálfu, sem þjóðverjar taka eptir og þýða
þeim til lýta, eða segja óvild undir búa. Frakkar verða t. d.
að gjalda varhuga við að safna liði sínu til vopnaburðar eða
hernaðarleika nálægt landamerkjum þjóðverja, því annars eru
þeir undir eins um ill ráð grunaðir, og hersláttur gellur við í
þýzkum blöðum. Meira þótti þeim þó til saka verða af hálfu
Frakka, er maður varð uppvís um í dómi, að hann og fieiri
hefðu njósnað um og komizt yfir suma leyndardóma í herskap
og herskipun þjóðverja, um vopn og kastala og fl., og hann
hefði selt síðan lýsingarnar frönskum mönnum (eða franskri
skrifstðfu i París). Hjer var og við bætt, að lýsingarnar væru
seldar hermálastjórn Frakka i hendur. Svo má að visu kalla