Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 97
ÞÝZKALAND.
99
mannfall í liði hans, og það varð að h-örfa aptur í fyrsta
áhlaupinu á sveitir Canroberts, en unnu þær með tilstyrk ann-
ars liðs í öðru áhlaupi seint um kveldið. — I byrjun maímán-
aðar dó 51 árs að aldri Nachtigall doktor, sem «Skírnir»
gat í fyrra við landnám þjóðverja í Afriku. Hann var frægur
af ferðum sínum urn hin nyrðri lönd þeirrar álfu (1870—74),
og hefir lýst þeim og íbúum þeirra i fróðlegu riti. Hann var
á ferð til hinna þýzku landeigna á vesturströndum Afríku, og
hafði fengið umboð aðalkonsúls, þegar hann sýktist og dó á
St. Vincent í Portúgal. — 2. júni dó Anton prins og fursti
af H oh e nz.ol I er n-S igmar i ng en (f. 1811). Hann seldi
Prússakonungi furstadæmi sitt í hendur 1849, og hafði siðan
embætti á höndum bæði í her og landstjórn Prússa. Hann var
stjórnarforseti Vilhjálms konungs (keis.) i4 ár frá 1858, en 1860
var hann á fundinum í Warschau, og fann þar Bismarck, sem
var þá erindreki Prússa í Pjetursborg. það er sagt, að þeir
Bismarck sætu opt á tali langt fram á nætur, en furstanum
fannst svo mikið koma til vitsmuna hans og glöggskyggni og
skarplegra greinargerða um pólitisk mál og alla pólitiska af-
stöðu í Evrópu, að menn hafa síðan sagt, að hann hafi sjeð
fyrstur allra hvað í Bismarck bjó. Hann var faðir Karls Rú-
menakonungs. — 15. s. m. dó einn af hinum frægustu hern-
aðarskörungum þjóðverja, Friedrich Carl Nicolaus (jafn-
ast kallaður Friðrik Karl), bróðurson Vilhjálms keisara (f. 20.
marz 1828). Hann var tvítugur að aldri i her Wrangels, sem
sendur var á móti Dönum (1848), og hafði þar majórsnafn, en
1863 aðalforingi fyrir atfaraher Prússa, sem vann Dybbölvígin
og náði AIs siðan. Afrek hans mikilvæg talin í stríðinu við
Austurríki 1866, en frægðarförin mesta farin til Frakklands, þar
sem hann rjeð umsátrinu um Metzkastala, vann hann og her-
leiddi þaðan 173,000 manna. Hann var það lika, sem bar af
þeim Aurelles de Paladine og Chancy. Vjer verðum enn einn
herskörunginn að nefna — og af þeim hefir líka mest verið
tiFá síðara hlut þessarar aldar á þýzkalandi. það er Man-
teuffel marskálkur, eða «fríherrann» Edwin Roch Carl
v. M. Hann var í atfaraherförinni til Darimerkur 1863—64,
7*